
Maður var í frisbígolfi um helgina við Úlfljótsvatn þegar frisbí diskurinn hans lenti í vatninu. Eftir dágóða leit að disknum fann hann torkennilegan málmhlut í vatninu og kastaði honum til konunnar sinnar. Það var ekki fyrr en eftir að hann skoðaði hlutinn betur sem honum datt í hug að kannski væri eitthvað varhugavert við hlutinn.
Landhelgisgæslan var kölluð inn til að rannsaka málið. Í samtali við Mannlíf staðfesti Landhelgisgæslan að um skaðlausan jarðskjöld var að ræða en ekki jarðsprengju. Hins vegar væri það skiljanlegt miðað við myndina að maðurinn hafi haft varann á. Betra er að fá tilkynningar sem leiða ekki til neins en að almenningur sleppir því að tilkynna eitthvað sem stefnir öðru fólki í hættu seinna meir.
Komment