
Mikil traffík hefur myndast við hjólbarðaverkstæði á höfuðborgarsvæðinu þar sem ökumenn eru í kapphlaupi við veturinn sem skall á með látum í nótt. Langar biðraðir til og frá verkstæðunum ná nú sums staðar út á stofnbrautir og valda verulegum töfum.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gripið inn í og er farin að vísa ökumönnum frá þar sem raðir teppa stofnbrautir. Á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg eru tæki þegar komin á vettvang til að fjarlægja ökutæki sem eru illa búin fyrir vetrarakstur og hafa stöðvað stóran hluta umferðar inn til Reykjavíkur. Bílaraðir hafa jafnvel náð alla leið til Garðabæjar.
Að sögn lögreglu er nú unnið markvisst að því að halda stofnbrautakerfinu opnu og eru dráttarbílar kallaðir út til að fjarlægja ökutæki sem valda teppum.

Komment