1
Pólitík

Pálmi tætir Bergþór í sig

2
Innlent

Minnist Lofts Sveins sem lést í mótorhjólaslysi á dögunum

3
Heimur

Jeff Daniels lætur kjósendur Trump fá það óþvegið

4
Pólitík

Hallgrímur hæðist að Njáli

5
Innlent

Þrjú ungmenni gengu hættulega nærri eldgosinu

6
Fólk

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið

7
Innlent

Hefur þú séð þessa menn?

8
Heimur

Stakk af eftir að hafa ekið á tvítugan mann á Tenerife

9
Innlent

Segir málningaslettuna ekki mega taka athyglina frá Gaza

10
Innlent

Gylfi Ægisson er fallinn frá

Til baka

Leigubílstjórinn hræddur um öryggið sitt á Íslandi og íhugar að flytja úr landi

„Hatrið er of mikið,“ segir erlendur leigubílstjóri í Reykjavík.

Leigubíll á Ingólfstorgi
Leigubíll á IngólfstorgiLeigubílstjórar af erlendum uppruna segjast finna fyrir auknu áreiti og kynþáttafordómum.
Mynd: Víkingur

Mor sem er leigubílstjóri í Reykjavík, upprunalega frá Senegal, segist taka eftir auknu áreiti gagnvart bílstjórum af erlendum uppruna. „Upp á síðkastið, ekki bara frá seinustu helgi, heldur seinasta árið,“ segir hann í viðtali við Mannlíf, þar sem hann bíður í leigubílaröðinni við Ingólfstorg.

Mor hafði fundið sig í miðri atburðarás sem vakti upp mikla umræðu um þróun íslensks samfélags eftir síðustu helgi.

„Það sem við sáum seinustu helgi var óásættanlegt,“ segir Mor og lýsir því hvernig meðlimir úr hópnum Skjöldur Íslands komu á Ingólfstorg og hreyttu fúkyrðum í leigubílstjóra af erlendum uppruna. Hann segir lögregluna hafa horft á áreitið en ekkert gripið inn í.

Sjálfur segist hann hafa keyrt fram hjá Ingólfstorgi þegar Skjöldur Íslands stóð við torgið. „Ég er friðsamur maður svo ég sagði: Veistu, ég ætla ekki að blanda mér í þetta og ég ætla bara að koma mér burt,“ sagði Mor.

Mor er flóttamaður frá Senegal en hefur búið á Íslandi í 16 ár og á hálfíslenska dóttur. Hann hefur verið leigubílstjóri í tvö ár en vegna aukinnar áreitni og kynþáttafordóma upplifir hann sig ekki öruggan á Íslandi lengur. Hann segist íhuga það alvarlega að flytja aftur til Senegals og hætta umsókn sinni um ríkisborgararétt. „Það sem við sjáum í dag er ekki gott, ég hef alltaf lofað Ísland fyrir að vera öruggasta landið, en þetta er mjög dapurt núna. Mér finnst ég ekki öruggur,“ segir Mor.

Aðsúgur að honum fyrir að vera dökkur á hörund

Á mánudag greindi Auður Jónsdóttir, rithöfundur og fjölmiðlakona, frá því í Facebook-færslu hvernig hópur manna hefði verið að áreita leigubílstjóra við Ingólfstorg þegar hún þurfti að taka leigubíl. Mennirnir vöruðu hana við að setjast í bílinn með bílstjóranum þar sem hann var dökkur á hörund og gæti gert henni eitthvað. Auður sagðist hafa átt gott samtal við leigubílstjórann á meðan að ferðinni stóð. Bílstjórinn kom upprunalega frá Senegal en hafði búið á Íslandi í mörg ár og ætti nú hér barn og konu. Hann sagði Auði að áreiti frá rasistum hefði færst í aukana og hann hafði áhyggjur af öryggi dóttur sinnar.

„Hann sagðist þá hafa haldið að ég væri með þessu fólki svo hann hefði læst bílnum. Við keyrðum af stað og ég fór að spyrja hann út í þetta. Þá hafði fólk þetta gert aðsúg að honum fyrir það eitt að vera dökkur á hörund að keyra leigubíl,“ lýsti Auður.

Frásögn Auðar Jónsdóttur af leigubílstóra í Reykjavík

Ljótur vitnisburður hér

Í vikunni þurfti ég að taka leigubíl heim frá Ingólfstorgi. Einn bíll stendur við torgið og lítill hópur fólks við hann. Þegar ég gerði mig líklega til að opna bílinn byrja þau að vara mig við og segja að mér sé ekki ráðlegt að setjast inn í bílinn hjá bílstjóranum því hann gæti gert mér eitthvað. Fyrst kom hik á mig því ég hélt jafnvel að þau hefðu lent upp á kant við hann. Þá héldu þau áfram að segja eitthvað um að mér sem konu væri ekki óhætt að setjast inn í þennan bíl eða eitthvað svoleiðis.

Mér fannst þetta eitthvað skrýtið og reyndi að opna bílinn. Þá var hann læstur. Þau héldu áfram að vara mig við, frekar áköf. Ég kíkti inn í bílinn þar sem sat maður dökkur á hörund og augu okkar mættust. Þá tók hann læsinguna af og ég settist inn. Hann sagðist þá hafa haldið að ég væri með þessu fólki svo hann hefði læst bílnum. Við keyrðum af stað og ég fór að spyrja hann út í þetta. Þá hafði fólk þetta gert aðsúg að honum fyrir það eitt að vera dökkur á hörund að keyra leigubíl. Maðurinn kvaðst hafa búið hér á Íslandi í fjölda ára, hér á hann fjölskyldu, en sagði að svona lagað hefði færst mjög í vöxt upp á síðkastið, þannig að hann væri orðinn hræddur um barnið sitt hérna. Nú einhvern veginn getur hann alltaf búist við áreiti rasista.

Hann kvaðst koma frá landi í Afríku, sem ég nefni ekki svo ég berskjaldi hann ekki, og við tengdum enn frekar þegar ég sýndi honum fléttur í hárinu mínu sem samlandi hans frá fæðingarlandinu hafði sett í það á Spáni um daginn. Þá beindist talið að þessu landi og hann náði að segja mér svo margt skemmtilegt og fróðlegt um það að nú er á stefnuskrá minni að fara þangað einn daginn. Við kvöddumst með virktum en ég fann sárt til með honum að keyra aftur út í myrkrið í samfélaginu.


Birt á Facebook, mánudaginn 21. júlí, klukkan 23.57.

„Ég hef alltaf lofað Ísland fyrir að vera öruggasta landið“
Leigubílstjórinn Mor

Áreitnin komi mest frá bílstjórum Hreyfils

Fyrsta árið keyrði Mor fyrir Hreyfil sem harkari eða afleysingarbílstjóri og hafði þess vegna ekki jafn rík réttindi eða tekjur eins og leigubílstjórar hjá Hreyfil sem hafa rekstrarleyfi. Hann sagði að Hreyfill hafa ekki viljað gefa honum tækifærið á að fá eigið rekstrarleyfi og því fór hann að vinna sjálfstætt.

Leigubílaakstur var gefinn frjáls með nýjum lögum árið 2022. Fljótlega upp úr því hóf hann eigin rekstur. Í kjölfar nýrra laga gagnrýndi framkvæmdastjóri Hreyfils að leigubílstjórar gætu verið ómerktir stöðvum að störfum. Um 800 aðilar eru með rekstrarleyfi fyrir leigubifreiðar sem stendur.

„Auðvitað gætu verið einhverjir leigubílstjórar sem gera hlutina ekki eins og á að gera, en þeir eru ekki margir og svo geta þeir alveg eins verið íslenskir bílstjórar. Við getum ekki alhæft og sett alla í sama kassann. Þeir segja að bara þessir útlensku leigubílstjórar láta illa og þess vegna þurfi að grípa inn í,“ segir Mor.

Mor segist hins vegar ekki geta starfað á veturna því að án ferðamanna hefur hann ekki nóg af kúnnum. „Í flestum tilfellum þegar Íslendingar sjá að við keyrum ekki fyrir Hreyfil, þá vilja þau ekki taka okkur,“ sagði Mor og bætti við „auðvitað ekki allir Íslendingar, en mjög margir.“

Þá lýsir Mor einnig hvernig mikið af áreitinu komi frá leigubílstjórum Hreyfils. Hún hafi færst í aukana. „Þegar starfsmenn Hreyfils sjá okkur hata þeir okkur um leið og byrja að móðga okkur. Stundum segja þeir að við ættum ekki vera hérna, eitthvað svoleiðis, að við þurfum að losa okkur við þessa útlendinga,“ lýsir Mor.

Á meðan viðtalinu stóð flautaði óþolinmóður bílstjóri frá Hreyfil á Mor um að færa sig framar í bílaröðinni. Mor sagði bílstjórann ekki hafa þurft að flauta en þeir sýni minni virðingu til erlendra bílstjóra sem starfa ekki hjá Hreyfil.

Veruleiki erlendra leigubílstjóraViðtal við Mor er truflað þegar íslenskur leigubílstjóri flautar á hann.

Mor segist elska Ísland mikið og eiga erfitt með að fara. „Ísland er frábært, það er mjög rólegt og afslappað. Þú veist „þetta reddast“ og allt það. Mjög öruggt og mjög góður staður til að stofna fjölskyldu“ sagði hann en lýsti hvernig auknir kynþáttafordómar og áreiti sé að gera hann óvissan um öryggið sitt. „Hatrið er of mikið,“ segir Mor.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Styrkja Mannlíf

Má bjóða þér að styrkja starfsemi Mannlífs með mánaðarlegu framlagi?


Komment


Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið
Fólk

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið

„Heiðríkja“ og „skuggar“ í lífi Gylfa Ægissonar, sem varð bráðkvaddur í gær.
Fundu lík manns sem leitað var í Cornwall
Heimur

Fundu lík manns sem leitað var í Cornwall

Hallgrímur hæðist að Njáli
Pólitík

Hallgrímur hæðist að Njáli

Chuck-E-Cheese músin handtekin fyrir þjófnað
Heimur

Chuck-E-Cheese músin handtekin fyrir þjófnað

Hefur þú séð þessa menn?
Innlent

Hefur þú séð þessa menn?

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli

Hvíta húsið ræðst á South Park
Heimur

Hvíta húsið ræðst á South Park

Pálmi tætir Bergþór í sig
Pólitík

Pálmi tætir Bergþór í sig

Segir málningaslettuna ekki mega taka athyglina frá Gaza
Innlent

Segir málningaslettuna ekki mega taka athyglina frá Gaza

Minnist Lofts Sveins sem lést í mótorhjólaslysi á dögunum
Innlent

Minnist Lofts Sveins sem lést í mótorhjólaslysi á dögunum

Jeff Daniels lætur kjósendur Trump fá það óþvegið
Heimur

Jeff Daniels lætur kjósendur Trump fá það óþvegið

Innlent

Hefur þú séð þessa menn?
Innlent

Hefur þú séð þessa menn?

Lögreglan lýsir eftir tveimur mönnum vegna rannsóknar.
Berja potta fyrir framan utanríkisráðuneytið í allan dag
Myndband
Innlent

Berja potta fyrir framan utanríkisráðuneytið í allan dag

Segir málningaslettuna ekki mega taka athyglina frá Gaza
Innlent

Segir málningaslettuna ekki mega taka athyglina frá Gaza

Minnist Lofts Sveins sem lést í mótorhjólaslysi á dögunum
Innlent

Minnist Lofts Sveins sem lést í mótorhjólaslysi á dögunum

Þrjú ungmenni gengu hættulega nærri eldgosinu
Myndband
Innlent

Þrjú ungmenni gengu hættulega nærri eldgosinu

Gylfi Ægisson er fallinn frá
Innlent

Gylfi Ægisson er fallinn frá

Loka auglýsingu