Óli Sigdór Konráðsson hefur dæmdur af Héraðsdómi Austurlands í tveggja mánaða fangelsi.
Óli var ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa, laugardaginn 9. september 2023, utandyra við ónefndan stað í Reykjavík, veist að manni, slegið hann ítrekuð högg í andlit og höfuð með þeim afleiðingum að hann hlaut kinnbeinsbrot á vinstra kinnbeini, afmörkuð bólgusvæði á hægra kinnbeini, ofanvert á hægri hluta ennis, ofan á höfði hægra megin við miðlínu, á vinstra kinnbeini, ofanvert á vinstri hluta ennis, ofan við vinstra eyra, aftan við vinstra eyra og á vinstri kjálka, sár og bogalaga skurð niður í undirhúð á höfði hægra megin við miðlínu og bogalaga skurð niður í undirhúð á vinstra kinnbeini.
Óli játaði brot sitt fyrir héraðsdómi en hafði aldrei áður gerst sekur um refsiverða háttsemi.
„Þá horfir það honum einnig til málsbóta að hann hefur gengist við broti sínu fyrir dómi, en það gerði hann einnig við rannsókn málsins. Á hinn bóginn bera gögn málsins með sér alvarleika atlögu hans að brotaþola sem beindist að höfði með fyrrgreindum líkamlegum afleiðingum fyrir brotaþola, auk andlegra afleiðinga sem ráða má af málsgögnum og grein var gerð fyrir á dómþingi,“ segir í dómnum.
Dómur hans er skilorðsbundinn til tveggja ára en þarf Óli að greiða fórnarlambi sínu 658.401 krónu auk vaxta og 350.000 krónur í málskostnað.
Komment