Veiðimaður fann lík manns á mánudaginn á La Palma, sem tilheyrir Kanaríeyjum. Samkvæmt fyrstu fregnum fannst líkið í gili í Barranco del Río, en svæðið er afar einangrað. Ekki eru nein hús í nágrenni við svæðið þar sem líkið fannst og aðgengi lélegt.
Veiðimaðurinn tilkynnti málið strax til yfirvalda eftir að hafa komið auga á líkamsleifarnar á botni gilsins. Vegna ástands líksins og erfiðs landslags var svæðið þegar girt af af lögreglu á meðan beðið var eftir meinafræðingum til að rannsaka líkið.
Yfirvöld hafa ekki enn gefið upp upplýsingar um hver hinn látni er eða hversu lengi líkið gæti hafa legið þar. Lögreglan mun nú rannsaka hvort um saknæmt athæfi hafi verið að ræða.
Þetta er ekki i fyrsta skipti sem slíkur líkfundur er tilkynntur til lögreglu á Kanarí en tilfelli hafa komið undanfarin þrjú ár þar sem líka hafa fundist við svipaðar aðstæður.


Komment