Það verður norðaustan 5-13 í dag og á morgun og súld eða rigning með köflum, einkum norðaustantil, en þó víða léttskýjað sunnan- og vestanlands; líkur á stöku síðdegisskúrum og hiti á bilinu 9 til 19 stig, hlýjast sunnantil.
Á þriðjudag er það norðaustan og norðan 5-13 sem og rigning eða súld með köflum, mest austanlands. Það verður þurrt að mestu suðvestanlands en þó nokkrar líkur á stöku síðdegisskúrum og hiti á bilinu 9 til 17 stig, hlýjast suðvestanlands.
Á miðvikudag verður norðlæg eða breytileg átt. Lítilsháttar væta norðanlands. Víða skúrir síðdegis. Hiti 9 til 15 stig. Hlýjast suðvestanlands.
Á fimmtudag er það fremur hæg austlæg átt en 8-13 á Vestfjörðum. Rigning, einkum sunnanlands og hiti á bilinu 9 til 14 stig, svalast austantil.
Á föstudaginn er það norðan 5-13 m/s. Rigning norðaustan- og austanlands; skýjað með köflum suðvestanlands, hiti 8 til 14 stig, hlýjast sunnanlands.
Á laugardag verður fremur hæg norðanátt, úrkomulítið og hitinn á bilinu 5 til 14 stig, hlýjast sunnanlands.
Svo er það sunnudagurinn, en þá er útlit fyrir norðaustantátt og rigningu suðaustan- og austanlands. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast suðvestanlands.
Komment