
Lögreglan óskar eftir vitnumAlvarlegt umferðarslys við Miklubraut
Mynd: Víkingur
Líkt og Mannlíf greindi frá í morgun varð alvarlegt umferðarslys á Miklubraut.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar nú eftir vitnum að umferðarslysinu er varð á Miklubraut í Reykjavík í morgun.
Tilkynning um slysið barst klukkan 8.35.
Var bifhjóli ekið á Miklubraut til vesturs, en til móts við Skeifuna virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjórn á hjólinu, sem við það hafnaði á vegriði.
Þau sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið [email protected]
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment