
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði í dag eftir upplýsingum um ferðir Kristínar O. Sigurðardóttur, 58 ára, sem hafði verið saknað síðan í morgun.
Uppfært: Kristín er komin í leitirnar.
Hún sást síðast klukkan 09:00 þegar hún yfirgaf vinnustað sinn að Skólabraut 10, en síðan þá hefur ekkert spurst til hennar og hún skilaði sér ekki heim.
Kristín er smávaxin og grönn, með stutt skollitað hár og um 160 sentímetra á hæð. Hún er mögulega klædd í mittissíða jakka og með gleraugu.
Kristín ekur um á ljósgráum Toyota Rav4, árgerð 2011, með skráningarnúmerið LJ-E41.
Lögreglan biður alla sem kunna að hafa séð til Kristínar eða geta veitt upplýsingar um ferðir hennar að hafa tafarlaust samband í síma 112.
Komment