
Lyfja býður nú upp á aðstoð sálfræðings í gegnum Lyfju appið en greint er frá þessu í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Þjónustan er veitt af sálfræðingum Mín líðan sem hafa frá árinu 2018 sérhæft sig í sálfræðiþjónustu á netinu og var fyrsta íslenska fjarheilbrigðisþjónustan sem fékk leyfi til reksturs frá Embætti landlæknis.
„Með samstarfinu við Lyfju fá nú fleiri tækifæri til að leita sér aðstoðar vegna sálræns vanda á faglegan og öruggan máta. Lyfja hefur lagt ríka áherslu á að búa til lausnir sem geta auðveldlega létt á heilbrigðiskerfinu og þannig lagt sín lóð á vogarskálarnar til að stuðla að betri lýðheilsu landsmanna. Við hjá Mín líðan tengjum vel við þetta markmið og vonum að þau sem til okkar leita, fái skjóta og góða lausn í átt að betri líðan,“ segir Tanja Dögg Björnsdóttir, framkvæmdastjóri og sálfræðingur hjá Mín líðan, um samstarfið.
„Við hjá Lyfju höfum, líkt og flestir landsmenn, orðið vör við þörfina á auknum stuðningi við andlega heilsu, þá sérstaklega hjá ungu kynslóðinni. Við erum stolt af því að bjóða upp á einfalda leið í átt að lausn og gjaldfrjálst stöðumati frá sálfræðingum Mín líðan þar sem viðskiptavinir fá persónulegar, skýrar og hjálplegar upplýsingar út frá sinni stöðu. Oft er erfitt að vita hvert á að leita eða hvernig á að taka fyrstu skrefin og er þjónustan því tilvalinn byrjunarreitur. Einnig er okkur mikilvægt að fólk á landsbyggðinni geti nýtt sér þjónustuna þar sem hentar enda er það markmið okkar hjá Lyfju að mæta okkar viðskiptavinum þar sem þeir eru,“ segir Karen Ósk Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Lyfju, um málið.
 
                    
 
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
    
Komment