
Karlmaður á sextugsaldri sem varð fyrir skoti úr haglabyssu í uppsveitum Árnessýslu er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi.
Tilkynning um atvikið barst rétt fyrir klukkan hálf sjö í gærkvöldi. Á vettvang voru sendir lögreglumenn, sjúkraflutningafólk frá HSU, læknir, björgunarsveitarfólk og þyrla Landhelgisgæslunnar.
Gerðar voru endurlífgunartilraunir en ekki tókst að bjarga manninum og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi.
Rannsókn málsins er í höndum rannsóknardeildar Lögreglustjórans á Suðurlandi sem fær aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla segir að ekki verði veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment