1
Fólk

Aldargamalt einbýli með óvenjulegri víngeymslu til sölu

2
Pólitík

Björn gagnrýnir stefnu Miðflokksins harðlega

3
Menning

Daníel segir eiginkonuna bestu söngkonu Íslands

4
Innlent

Grínskilti fjarlægt af vinnusvæði

5
Heimur

Stórfurðulegt slys þegar starfsmaður setti eldsneyti á flugvél

6
Heimur

Kona fannst meðvitundarlaus við stýri með tóma blöðru í munninum

7
Innlent

Neita að greina frá refsingu árásarmanns í Kópavogi

8
Sport

Hugljúf skilaboð ungs stuðningsmanns til Alberts vöktu athygli

9
Landið

Lögreglan lagði hald á tugi kílóa eiturlyfja

10
Fólk

Anna býr mögulega aðeins 300 metrum frá glæpakvendinu á Tene

Til baka

Meðlimir Pussy Riot fordæma brottvísun rússneskrar fjölskyldu frá Íslandi

„Hér hefur verið framið ólýsanlegt hermdarverk“

Gadzhi
Gadzhi og sonur hansLiðskonur Pussy Riot eru afar ósáttar
Mynd: Aðsend

Pólitísku flóttakonurnar og liðskonur Pussy Riot, þær Diana Burkot og Nadya Tolokonnikova gagnrýna harðlega ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að vísa fjölskyldu Gadzhi Gadzhiev og Mariiam Taimova úr landi. Í grein á Vísi segja þær að „hér hafi verið framið ólýsanlegt hermdarverk, svo ómannúðlegt að það á sér enga málsvörn.“

Í greininni fjalla þær um að hjónin hafi flúið „ógnarstjórnina“ í Rússlandi ásamt syni sínum og leitað skjóls á Íslandi. Þar eignaðist Mariiam tvíbura eftir erfiða meðgöngu og keisaraskurð, en aðeins tveimur vikum síðar hafi börnin verið „send til Króatíu ásamt foreldrum sínum“.

Konurnar segja að íslensk stjórnvöld hafi með því að vísa þeim úr landi „skilið fjölskylduna og bakland þeirra að.“ Þau lýsa Gadzhi sem manni sem fæddist inn í fjölskyldu sem „þorði að segja sannleikann“ og segja að honum hafi í Rússlandi verið „rænt, pyntaður og dæmdur í fimm ára fangelsi“ fyrir það eitt að hafa talað gegn einræðinu.

„Það eina sem þau þráðu var að sameinast fjölskyldu sinni og lifa við öryggi,“ skrifa þær.

Pussy Riot konurnar lýsa einnig undrun sinni á að íslensk stjórnvöld taki slíka ákvörðun. „Það er með öllu óskiljanlegt að Útlendingastofnun skuli vísa úr landi fólki sem stendur frammi fyrir því einu að sæta pyntingum og fangelsun. Hvernig getur þetta gerst hér?“ spyrja þær og bæta við:

„Hvernig getur Ísland — land sem státar sig af verndun mannréttinda, samstöðu og samkennd — tekið þátt í þessari grimmd Pútíns?“

Þær segja jafnframt að með ákvörðuninni hafi íslensk stjórnvöld orðið „hluti af þeirri ofbeldismaskínu sem fólkið er að flýja frá.“

Bæta þær við:

„Það auðveldasta er að loka augunum og ímynda sér að þetta sé ekki til — að lifa sínu eigin lífi, í sínum eigin heimi, og kjósa að hunsa óréttlætið sem kostar fólk lífið.“

Greinin endar á ákalli til stjórnvalda og almennings:

„Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld komi þessari fjölskyldu aftur hingað — og endurskoði stefnu sína gagnvart flóttafólki og pólitískum útlögum.“

Þær hvetja fólk til að nota raddir sínar „og með samtakamáttinn að leiðarljósi, þá komum við fjölskyldunni aftur til Íslands.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Sigmundur vill bjóða Trump í golf og veita honum verðlaun
Pólitík

Sigmundur vill bjóða Trump í golf og veita honum verðlaun

Formaður Miðflokksins ósáttur við ríkisstjórnina fyrir að tala ekki meira við Donald Trump.
Rauði krossinn: Endurreisn á Gaza mun taka mörg ár eftir eyðileggingu Ísraela
Heimur

Rauði krossinn: Endurreisn á Gaza mun taka mörg ár eftir eyðileggingu Ísraela

Kennari neitar sök í kókaínmáli
Heimur

Kennari neitar sök í kókaínmáli

Eiginkona Bruce Willis segir að dætur hans syrgi föður sinn
Heimur

Eiginkona Bruce Willis segir að dætur hans syrgi föður sinn

Anna býr mögulega aðeins 300 metrum frá glæpakvendinu á Tene
Fólk

Anna býr mögulega aðeins 300 metrum frá glæpakvendinu á Tene

Stúlka dæmd í Borgarnesi fyrir líkamsárásir
Landið

Stúlka dæmd í Borgarnesi fyrir líkamsárásir

Strákarnir okkar börðust kröftuglega í sanngjörnu jafntefli við Frakkland
Myndir
Sport

Strákarnir okkar börðust kröftuglega í sanngjörnu jafntefli við Frakkland

Elvar og Eyrún selja í Garðabænum
Myndir
Fólk

Elvar og Eyrún selja í Garðabænum

Sex Palestínumenn drepnir í skothríð Ísraelshers á Gaza
Heimur

Sex Palestínumenn drepnir í skothríð Ísraelshers á Gaza

Kona fannst meðvitundarlaus við stýri með tóma blöðru í munninum
Heimur

Kona fannst meðvitundarlaus við stýri með tóma blöðru í munninum

Lögreglan lagði hald á tugi kílóa eiturlyfja
Landið

Lögreglan lagði hald á tugi kílóa eiturlyfja

Atli dæmdur fyrir stunguárás
Innlent

Atli dæmdur fyrir stunguárás

„Mér finnst það skipta miklu máli að vera ekki ferkantaður pappakassi”
Myndband
Fólk

„Mér finnst það skipta miklu máli að vera ekki ferkantaður pappakassi”

Innlent

Meðlimir Pussy Riot fordæma brottvísun rússneskrar fjölskyldu frá Íslandi
Innlent

Meðlimir Pussy Riot fordæma brottvísun rússneskrar fjölskyldu frá Íslandi

„Hér hefur verið framið ólýsanlegt hermdarverk“
Hengdu upp myndir af brottvísuðum tvíburum við skrifstofu Viðreisnar
Myndir
Innlent

Hengdu upp myndir af brottvísuðum tvíburum við skrifstofu Viðreisnar

Atli dæmdur fyrir stunguárás
Innlent

Atli dæmdur fyrir stunguárás

Martraðarheimferð frá Tenerife
Innlent

Martraðarheimferð frá Tenerife

Dansaði við fíkniefnadjöfulinn í Árbænum
Innlent

Dansaði við fíkniefnadjöfulinn í Árbænum

Grínskilti fjarlægt af vinnusvæði
Innlent

Grínskilti fjarlægt af vinnusvæði

Loka auglýsingu