Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að tilkynnt hafi verið um þjófnað í miðbænum. Þjófurinn var í annarlegu ástandi og vistaður í fangageymslu. Nokkrir aðrir voru teknir fyrir þjófnað úr búðum en voru þau mál afgreidd á vettvangi.
Maður var handtekinn fyrir að stela úr bíl í miðbænum og var hann látinn laus eftir skýrslutöku. Eigendur 12 bíla voru sektaðir fyrir að leggja ólöglega í miðbæ Reykjavíkur.
Tilkynnt var um líkamsárás í Hafnarfirði og hlaut viðkomandi minni háttar meiðsli. Málið er í rannsókn að sögn lögreglu.
Einn maður var handtekinn í Kópavogi fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Sá var vistaður í fangageymslu sökum ástands.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment