
Ung stúlka sem fór í Nettó í Engihjalla í Kópavogi hringdi í lögregluna og svo grátandi í móður sína eftir að eldri maður elti hana í gær. Maðurinn reyndi, samkvæmt frásögn móður hennar, að komast inn í bílinn.
„Dóttir mín sem er 18 ára fór í hádeginu í dag í Nettó. Þegar hún gengur inn er eldri maður við inngang og starir á hana. Eftir að hún er búin að versla fer hún úti bílinn sinn. Þá stendur þessi maður við hurðina farþegasætismegin. Hún fer inni bíl og hann byrjar að banka á rúðuna, hún fattar að setja í lás, sem betur fer útaf hann reyndi allt til að opna með að banka fast á rúðu kippa í handfangið og sparka í hurðina. Hún ákveður að bakka bílnum þá hleypur maðurinn burt! Hún lagði svo bílnum lengra frá og hringdi í lögregluna.“

Stúlkan tók síðan mynd af manninum, sem móðir hennar birtir.
Íbúar í Kópavogi ræða atvikið nú í hópi sínum á Facebook. „Sá hann í dag, það var eitthvað mjög undarlegt við hann,“ segir einn.
Þá segir nafnlaus aðili að hann hafi elt sig. „Ég fór í Nettó í gærkvöldi og hann elti mig inn og í gegnum búð og aftur út og sagðist þekkja mig og vita hver eg væri og hvar ætti heima.“
Íbúarnir lýsa áhyggjum af því að maðurinn sé veikur.
Komment