
Karen Sofía Quiroz RamírezVar mjög vinsæl á samfélagsmiðlum
Áhrifavaldurinn Karen Sofía Quiroz Ramírez er látin en hún var þekkt í Suður-Ameríku sem mótorhjólaáhrifavaldur.
Ramírez var að aka mótorhjóli sínu í Floridablanca í Kólumbíu þegar hún keyrði á vöruflutningabíl. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum þar í landi var hún að aka á milli bifreiða þegar áreksturinn átti sér stað.
Yfirvöld segja þó að málið sé ennþá í rannsókn.
Í síðasta pósti sínum á samfélagsmiðlum, nokkrum tímum fyrir andlát sitt, sagði Ramírez að hún vonaðist til að lenda ekki í árekstri í ljósi þess að hún væri ekki með gleraugun sín.
Hún var aðeins 25 ára gömul þegar hún lést.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment