Nautahlaup er eitthvað sem hafa tíðkast lengi á Spáni og eins og gefur að skilja þá fylgja dauðsföll með því. Eitt dauðsfall kom upp á Toro del Gayumbo hátíðinni sem haldin var í Ubrigque fyrir stuttu.
Samkvæmt spænskum miðlum var þetta í tíunda sinn sem hátíðin er haldin en tveimur nautum var hleypt á götur borgarinnar og átti fólk að hlaupa undan þeim eftir bestu getu.
Það endaði með dauðsfalli þegar nautið Mosquetero stangaði miðaldra mann og náðist atvikið á upptöku. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann lést. Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur að svona stöddu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment