1
Minning

Bjarki Fannar Björnsson lést í bílslysinu á Vesturlandsvegi

2
Peningar

Vinsæll prestur stofnar félag utan um lánastarfsemi

3
Heimur

Kennsl borin á uppþornað lík á La Palma

4
Fólk

Nokkuð óvenjulegt einbýli til sölu í Laugardalnum

5
Innlent

Elmar dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

6
Heimur

Vinsæl íþróttafréttakona og eiginmaður hennar fundust skotin til bana

7
Innlent

Margrét Löf segir ákæruvaldið hafa dregið upp ranga mynd af háttsemi hennar

8
Innlent

Lögreglan óskar eftir aðstoð almennings vegna mannsláts

9
Minning

Illugi minnist Halldórs Blöndals

10
Innlent

Kona kærð fyrir að taka ólöglega beygju

Til baka

Nemo fordæmir þátttöku Ísraels í Eurovision og gagnrýnir bann á Pride-fánum

„Þetta er svo heimskulegt“

shutterstock_2462352431
NemoSigurvegari Eurovision 2024 vill ekki sjá Ísrael í Eurovision.
Mynd: EUPA-IMAGES / Shutterstock.com

Sigurvegari Eurovision 2024, Nemo frá Sviss, hefur lýst því yfir að þau styðji ekki áframhaldandi þátttöku Ísraels í keppninni. Í viðtali við HuffPost UK sögðu þau: „Mér finnst það órökrétt að að Ísrael taki þátt í Eurovision núna.“

Nemo vann keppnina í fyrra með laginu The Code á umdeilnu ári þar sem þátttaka Ísraels olli miklum deilum vegna þjóðarmorðs Ísraela á Palestínumönnum. Á þeim tíma voru þau einnig meðal níu listamanna sem lýstu yfir samstöðu með Palestínu í sameiginlegri yfirlýsingu fyrir útsendingu keppninnar.

Tugir tónlistarfólks sem tengst hefur Eurovision, þar á meðal tveir fyrrverandi sigurvegarar, skrifuðu nýverið opið bréf þar sem krafist var útilokunar Ísraels úr keppninni 2025. Nemo hefur nú bæst í þann hóp og sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja: „Ég styð kröfuna um að Ísrael verði útilokað úr Eurovision. Aðgerðir Ísraels stangast á við þau gildi sem keppnin á að standa fyrir — frið, samstöðu og mannréttindi.“

Í yfirlýsingu í vikunni sagði Evrópusamband útvarpsstöðva (EBU) að keppnin ætti að vera alþjóðleg samverustund sem stuðlar að fjölbreytni og tengslum þvert á menningarheim, og benti á að EBU sé samstarf opinberra fjölmiðla, ekki ríkisstjórna.

Þrátt fyrir skýra afstöðu sína studdi Nemo keppnina í fyrra og sagði þau aldrei hafa íhugað að draga sig út: „Ég hafði sögu að segja og þetta var mín leið til að koma henni á framfæri. Ef ég segi hana ekki, gerir það enginn annar.“

„Svo heimskulegt“

Þau gagnrýna einnig nýjar reglur Eurovision um fánanotkun. Samkvæmt þeim má áhorfendafjöldinn veifa hvaða fánum sem er, svo lengi sem þeir brjóta ekki svissnesk lög, en listamenn mega einungis sýna fána síns eigin lands á sviði eða í opinberum rýmum. Þetta þýðir að regnbogafánar og aðrir fánar hinsegin samfélagsins eru bannaðir á sviðinu.

„Þetta er svo heimskulegt,“ sagði Nemo. „Hvernig getur keppni sem er svona samofin hinsegin menningu og verið tákn um fjölbreytileika og frelsi bannað Pride-fánann?“

Nemo sagðist í fyrra hafa þurft að smygla inn hinsegin-fána og fengið þau skilaboð að þau mættu ekki sýna hann á sviði, þótt EBU hafi síðar haldið því fram að bannið hafi ekki verið í gildi. „En í ár eru þeir svo opinberlega búnir að banna fána á sviðinu. Ég veit það ekki, þetta finnst mér mjög skrítið.“

Nemo verður gestaatriði í Eurovision 2025, sem fer fram í Basel síðar í maí. Þau hafa einnig nýlega gefið út lagið Casanova, sem fylgt er eftir með myndbandi.

Huffington Post fjallaði um málið.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Bendir á líkindi milli Úkraínustríðsins og upphafs seinni heimstyrjaldarinnar
Innlent

Bendir á líkindi milli Úkraínustríðsins og upphafs seinni heimstyrjaldarinnar

„En auðvitað vonar maður það besta.“
Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö
Heimur

Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö

Sagðist ætla að veiða þorsk í Keflavík en var dæmdur í fangelsi
Innlent

Sagðist ætla að veiða þorsk í Keflavík en var dæmdur í fangelsi

Hanna Björg skipuð í embætti
Innlent

Hanna Björg skipuð í embætti

Stórt skref tekið í réttindum fatlaðra fanga
Innlent

Stórt skref tekið í réttindum fatlaðra fanga

Þorvaldur Davíð vill annað sætið
Slúður

Þorvaldur Davíð vill annað sætið

Kristinn Hrafnsson styður kæru Assange
Innlent

Kristinn Hrafnsson styður kæru Assange

TikTok notandi sagður hafa framið sjálfsvíg eftir stöðugt einelti
Heimur

TikTok notandi sagður hafa framið sjálfsvíg eftir stöðugt einelti

Margrét Löf segir ákæruvaldið hafa dregið upp ranga mynd af háttsemi hennar
Innlent

Margrét Löf segir ákæruvaldið hafa dregið upp ranga mynd af háttsemi hennar

Reykjavík skilgreind sem fjölmenningarborg
Innlent

Reykjavík skilgreind sem fjölmenningarborg

Höfðingjasetur með listaverk í garðinum til sölu
Myndir
Fólk

Höfðingjasetur með listaverk í garðinum til sölu

Eiríkur skilur ekki umræðuna um framhaldsskólana
Innlent

Eiríkur skilur ekki umræðuna um framhaldsskólana

Vinsæll prestur stofnar félag utan um lánastarfsemi
Peningar

Vinsæll prestur stofnar félag utan um lánastarfsemi

Menning

Elín Hall breiðir yfir Bowie
Myndband
Menning

Elín Hall breiðir yfir Bowie

Veittu viðurkenningar fyrir fallegustu jólaskreytingarnar í miðborginni
Myndir
Menning

Veittu viðurkenningar fyrir fallegustu jólaskreytingarnar í miðborginni

Amma Hauks í lykilhlutverki í nýju myndbandi
Myndband
Menning

Amma Hauks í lykilhlutverki í nýju myndbandi

„Amma er geitin í eldhúsinu“
Viðtal
Menning

„Amma er geitin í eldhúsinu“

Höfuð, herðar, hné og tær Sölku Sólar
Menning

Höfuð, herðar, hné og tær Sölku Sólar

Loka auglýsingu