1
Peningar

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum

2
Fólk

Selja gersemi við Elliðavatn

3
Innlent

Heimir Örn dæmdur fyrir umsáturseinelti

4
Innlent

Slys í Laugardalnum

5
Heimur

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys

6
Pólitík

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum

7
Landið

Lægðin stefnir til Færeyja

8
Innlent

Vitor flutti inn kók frá Þýskalandi

9
Heimur

Bardagakona handtekin á Kanarí eftir árás á lögreglumenn

10
Heimur

Subbulegt óhapp er útikamar féll á brú í Sevilla

Til baka

Nemo fordæmir þátttöku Ísraels í Eurovision og gagnrýnir bann á Pride-fánum

„Þetta er svo heimskulegt“

shutterstock_2462352431
NemoSigurvegari Eurovision 2024 vill ekki sjá Ísrael í Eurovision.
Mynd: EUPA-IMAGES / Shutterstock.com

Sigurvegari Eurovision 2024, Nemo frá Sviss, hefur lýst því yfir að þau styðji ekki áframhaldandi þátttöku Ísraels í keppninni. Í viðtali við HuffPost UK sögðu þau: „Mér finnst það órökrétt að að Ísrael taki þátt í Eurovision núna.“

Nemo vann keppnina í fyrra með laginu The Code á umdeilnu ári þar sem þátttaka Ísraels olli miklum deilum vegna þjóðarmorðs Ísraela á Palestínumönnum. Á þeim tíma voru þau einnig meðal níu listamanna sem lýstu yfir samstöðu með Palestínu í sameiginlegri yfirlýsingu fyrir útsendingu keppninnar.

Tugir tónlistarfólks sem tengst hefur Eurovision, þar á meðal tveir fyrrverandi sigurvegarar, skrifuðu nýverið opið bréf þar sem krafist var útilokunar Ísraels úr keppninni 2025. Nemo hefur nú bæst í þann hóp og sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja: „Ég styð kröfuna um að Ísrael verði útilokað úr Eurovision. Aðgerðir Ísraels stangast á við þau gildi sem keppnin á að standa fyrir — frið, samstöðu og mannréttindi.“

Í yfirlýsingu í vikunni sagði Evrópusamband útvarpsstöðva (EBU) að keppnin ætti að vera alþjóðleg samverustund sem stuðlar að fjölbreytni og tengslum þvert á menningarheim, og benti á að EBU sé samstarf opinberra fjölmiðla, ekki ríkisstjórna.

Þrátt fyrir skýra afstöðu sína studdi Nemo keppnina í fyrra og sagði þau aldrei hafa íhugað að draga sig út: „Ég hafði sögu að segja og þetta var mín leið til að koma henni á framfæri. Ef ég segi hana ekki, gerir það enginn annar.“

„Svo heimskulegt“

Þau gagnrýna einnig nýjar reglur Eurovision um fánanotkun. Samkvæmt þeim má áhorfendafjöldinn veifa hvaða fánum sem er, svo lengi sem þeir brjóta ekki svissnesk lög, en listamenn mega einungis sýna fána síns eigin lands á sviði eða í opinberum rýmum. Þetta þýðir að regnbogafánar og aðrir fánar hinsegin samfélagsins eru bannaðir á sviðinu.

„Þetta er svo heimskulegt,“ sagði Nemo. „Hvernig getur keppni sem er svona samofin hinsegin menningu og verið tákn um fjölbreytileika og frelsi bannað Pride-fánann?“

Nemo sagðist í fyrra hafa þurft að smygla inn hinsegin-fána og fengið þau skilaboð að þau mættu ekki sýna hann á sviði, þótt EBU hafi síðar haldið því fram að bannið hafi ekki verið í gildi. „En í ár eru þeir svo opinberlega búnir að banna fána á sviðinu. Ég veit það ekki, þetta finnst mér mjög skrítið.“

Nemo verður gestaatriði í Eurovision 2025, sem fer fram í Basel síðar í maí. Þau hafa einnig nýlega gefið út lagið Casanova, sem fylgt er eftir með myndbandi.

Huffington Post fjallaði um málið.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ung poppstjarna lést skyndilega í fangi eiginkonunnar
Heimur

Ung poppstjarna lést skyndilega í fangi eiginkonunnar

„Þú yfirgafst okkur hér alein, án þín“
Stórbrotið einbýli í Kópavogi til sölu
Myndir
Fólk

Stórbrotið einbýli í Kópavogi til sölu

Albert sýknaður í Landsrétti
Innlent

Albert sýknaður í Landsrétti

Flutningabíll mölvaði rúðu á Vesturgötu
Myndir
Innlent

Flutningabíll mölvaði rúðu á Vesturgötu

Sló í höfuð manns í gegnum opinn glugga
Innlent

Sló í höfuð manns í gegnum opinn glugga

Frægasti hrafn Íslands er týndur
Myndband
Innlent

Frægasti hrafn Íslands er týndur

Átta ára strákur stunginn í áströlskum grunnskóla
Heimur

Átta ára strákur stunginn í áströlskum grunnskóla

Óásættanlegt ástand á lóðum á Seyðisfirði
Landið

Óásættanlegt ástand á lóðum á Seyðisfirði

Vinsælar sörur innkallaðar
Innlent

Vinsælar sörur innkallaðar

Dæla peningum í Reykjanesbæ
Landið

Dæla peningum í Reykjanesbæ

Massive Attack og Paul Weller loka fyrir tónlist sína í Ísrael
Heimur

Massive Attack og Paul Weller loka fyrir tónlist sína í Ísrael

Vitor flutti inn kók frá Þýskalandi
Innlent

Vitor flutti inn kók frá Þýskalandi

Epstein sagður hafa vilja láta drepa Andrew og Fergie
Heimur

Epstein sagður hafa vilja láta drepa Andrew og Fergie

Menning

Snorri sagði frá andláti föður síns á útgáfutónleikum í gær
Menning

Snorri sagði frá andláti föður síns á útgáfutónleikum í gær

Tónleikar gegn „einangrunarbúðum“ haldnir á Prikinu
Menning

Tónleikar gegn „einangrunarbúðum“ haldnir á Prikinu

Auður sendir frá sér plötu sem varð til á 336 klukkustundum
Menning

Auður sendir frá sér plötu sem varð til á 336 klukkustundum

Ljóð Sigurðar Pálssonar afhjúpað við Tollhúsið
Menning

Ljóð Sigurðar Pálssonar afhjúpað við Tollhúsið

„Ég vil bara skapa, þó að líkaminn fylgi ekki“
Menning

„Ég vil bara skapa, þó að líkaminn fylgi ekki“

Loka auglýsingu