
Rob Reiner, eiginkona hans Michele og sonur þeirra Nick sóttu jólagleði Conan O’Brien á laugardagskvöldið. Á samkvæminu lentu Rob og Nick í „mjög háværu rifrildi“, svo háværu að margir aðrir gestir heyrðu í því, samkvæmt heimildum TMZ sem eru sagðar tengjast fjölskyldu Reiner. Haft er eftir sömu heimildum að Rob og Michele hafi yfirgefið samkvæmið í kjölfarið, en ekki liggur fyrir hvort Nick fór einnig.
TMZ greinir fyrst frá rifrildinu milli Robs og Nicks í kjölfar morðanna.
Heimildir fjölskyldunnar bæta við að Michele hafi undanfarna mánuði leitað til vina sinna og lýst mikilli angist yfir því að hún og Rob væru komin að þolmörkum gagnvart andlegum veikindum Nicks og meintum vímuefnavanda hans. Þau hafi ekki vitað hvað þau ættu að gera í stöðunni og haft eftir sér: „Við höfum reynt allt.“
Eins og kunnugt er fundust hinn goðsagnakenndi leikari og leikstjóri og eiginkona hans látin á heimili sínu á Los Angeles-svæðinu á sunnudag, skorin á háls. Nick var handtekinn í morgun.

Komment