
Sex aðilar gista fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina en frá klukkan 17:00 í gær til 05:00 í morgun voru alls 90 mál skráð hjá lögreglunni. Í dagbók lögreglunnar má sjá nokkur dæmi um þau mál sem upp komu.
Lögreglan sem annast Austurbæ Reykjavíkur, Miðbæinn, Vesturbæ og Seltjarnarnes, hafði afskipti af ökumanni sem ók undir áhrifum fíkniefna en hann reyndist einnig hafa fíkniefni í vörslu sinni. Annar ökumaður var einnig stöðvaður en hann ók undir áhrifum fíkniefna.
Tilkynning barst sömu lögreglu vegna ofurölva einstakling í miðborginni, sem var ósjálfbjarga. Var honum ekið heim til sín.
Þá voru tveir handteknir í miðborginni en þeir höfðu sýnt ofbeldistilburði. Voru þeir gistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Lögreglan sem starfar í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi hafði afskipti af ökumanni sem ók bíl sínum með röng skráningarnúmer. Er hann grunaður um skjalafals. Þá hafði sama lögregla afskipti af þremur ökumönnum sem allir keyrðu undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglan sem sinnir tilkynningum í Kópavogi og í Breiðholti höfðu afskipti af ökumanni sem ók bíl sínum drukkinn. Var hann þó ekki staðinn að akstri og því vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Að lokum segir í dagbók lögreglunnar að almennt eftirlit hafi verið með hátíðinni Í túninu heima í Mosfellsbæ. Þar hafi allir verið glaðir og sáttir og enginn að slást.
Komment