Í dagbók lögreglu frá því í nótt og í gærkvöldi er greint frá því að ökumaður hafi verið stöðvaður yrir að aka án ökuréttinda ítrekað með röng skráningarnúmer á bifreiðinni sinni og ekki með tryggingu í gildi.
Þrír ökumenn voru stöðvaðir og handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.
Þrír ökumenn voru stöðvaðir og látnir hætta akstri eftir að mældist áfengi undir refsimörkum í þeim.
Tilkynnt var um menn að labba fyrir bíla.
Lögreglunni var tilkynnt um árekstur sem átti sér stað vegna gríðarlegrar hálku.
Svo var einn handtekinn grunaður um húsbrot og einn var handtekinn grunaður um þjófnað.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment