
Óboðinn gestur hljóp inn á heimili í vesturhluta borgarinnar í nótt og læsti sig inni.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að athæfið flokkist undir tilkynnt húsbrot. „Aðilinn neitaði að koma út og fara út úr íbúðinni og neyddust íbúar til að kalla til lögreglu,“ segir lögreglan í tilkynningu.
Svo fór ekki að aðillinn á salerninu dveldi þar næturlangt. Hann var handtekinn á heimilinu og eyddi nóttinni þess í stað læstur inni í fangaklefa.
Í miðborginni og vesturborginni var lögreglan kölluð til í nótt þrisvar vegna þjófnaðarmála. Tveir voru handteknir, grunaðir um að vera dópsalar. Í bíl þeirra fundust „fíkniefni í sölueiningum,“ eins og lögreglan orðar það, og svo „fjármunir og annað sem benti til að mennirnir væru að stunda þessa iðju.“
Þeir voru vistaðir í fangaklefa.
Loks varð kona fyrir því í nótt að maður réðst á hana þegar hún steig út úr bifreið sinni. Hún kallaði á hjálp, en maðurinn hafði þá hlaupið á brott. Málið er í rannsókn og virðist maðurinn ekki hafa fundist.
Komment