
OnlyFans-stjarnan Annie Knight greinir frá því á Instagram að hún hafi gengið í gegnum afar erfiða tíma undanfarnar tvær vikur vegna atviks sem hún segist ekki geta rætt opinberlega að svo stöddu. Hún segir málið hafa haft alvarlegar afleiðingar og jafnvel stofnað lífi hennar og ástvina í hættu.
Í færslunni varar Knight aðra efnishöfunda við því að vanda vel val á samstarfsaðilum, hvort sem um sé að ræða tökur á efni fyrir OnlyFans, samfélagsmiðla eða önnur verkefni. Hún segir mikilvægt að kanna bakgrunn þeirra sem unnið er með, áður en samstarf hefst.
Knight segist hafa tekið ákvörðun um að vinna með tilteknum einstaklingi sem hafi síðar leitt til „margra neikvæðra afleiðinga“. Hún undirstrikar að afleiðingarnar hafi verið það alvarlegar að þær hafi sett öryggi hennar og fólks í hennar nánasta umhverfi í hættu.
Í kjölfarið hvetur hún efnishöfunda eindregið til að huga að öryggismálum, sérstaklega þeim sem vinna að efnisgerð á eigin heimili. Hún mælir með því að setja upp öflugt öryggiskerfi, þar á meðal eftirlitsmyndavélar og viðvörunarkerfi, og segist afar þakklát fyrir að hafa gert það sjálf strax við flutning í eign sína.
„Ef ég hefði ekki verið með öryggiskerfi, þá þori ég ekki að hugsa til þess hvað hefði getað gerst,“ skrifar hún.
Að lokum tekur Knight fram að umrædd færsla eigi ekki við um samstarf hennar við OnlyFans-stjörnuna Lily Phillips og segir hana vera „algjöran engil“.
Knight segist ætla að greina frekar frá málinu síðar, þegar hún telur sig geta gert það með öruggum hætti.

Komment