1
Innlent

Dómur í morðmáli Margrétar Löf kveðinn upp á morgun

2
Innlent

Klámvenjur Íslendinga afhjúpaðar

3
Innlent

Íslendingur dæmdur fyrir að stofna lífum annarra í hættu

4
Fólk

Reffilegt glæsihús neðst í botnlanga til sölu

5
Innlent

Eldur tengir RÚV og hinsegin fólk við hryðjuverkaárásina í Ástralíu

6
Heimur

Kona dæmd fyrir að valda dauða manns á rafhlaupahjóli

7
Heimur

Nick hnakkreifst við foreldra sína í jólaveislu Conan O´Brien

8
Heimur

Sir Cliff Richard opnar sig um blöðruhálskrabbamein

9
Innlent

Kerti tendruð við Tjörnina til minningar um unga drengi sem kerfið hefur brugðist

10
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Til baka

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Gefur lítið fyrir frammistöðu formanns Sjálfstæðisflokksins

Össur
Össur SkarphéðinssonÖssur er hrifinn af Valkyrjunum
Mynd: Facebook

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, fer fögrum orðum um frammistöðu ráðherra og stjórnmálaleiðtoga í Silfri RÚV í Facebook-færslu sinni eftir þáttinn sem sýndur var í gærkvöldi. Hann beinir þó jafnframt beittum spjótum að Sjálfstæðisflokknum og formanni hans.

Í færslunni, sem ber yfirskriftina „Valkyrjur í banastuði“, segir Össur að þrjír ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi skarað fram úr í þættinum. Hann bendir á að lítið hafi borið á formanni Sjálfstæðisflokksins og telur hana eiga erfitt uppdráttar eftir að hafa, að hans mati, látið útgerðarauðvaldið draga sig inn í óvinsælt málþóf til varnar sérhagsmunum Samherja og sægreifa.

Össur hrósar sérstaklega Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, fyrir framkomu hennar í þættinum. Hann segir hana hafa verið hressa, skemmtilega og sýnt „pondus hins milda valds“. Hann nefnir að hún hafi í lok þáttarins tilkynnt um samþykkt jólabónus til um 35 þúsund aldraðra og öryrkja og um leið komið því skýrt á framfæri að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki stutt þá greiðslu.

Þá fer hann einnig lofsamlegum orðum um Kristrúnu Frostadóttur, sem hann segir tala „eins og sú sem fædd er til að stýra þjóðum“, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem hann lýsir sem reynslumiklum stjórnmálamanni sem hafi haft yfirhöndina í orðaskiptum í þættinum.

Össur segir þó að mestu tíðindi Silfursins hafi komið fram þegar Þorgerður Katrín var spurð út í mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið árið 2027. Hann telur hana hafa svarað með þeim hætti að hún hafi í raun „kjaftað sig frá“ skýrri afstöðu í málinu, án þess að aðrir tækju sérstaklega eftir því.

Hann fjallar einnig um frammistöðu Sigurðar Inga Jóhannssonar, sem hann segir hafa unnið hug og hjörtu vinstrisinnaðra áhorfenda með harðri gagnrýni á öfgahægri stefnu í Evrópu og „stórkarlapólitík“ Donalds Trump. Þá lýsir hann því sem sorglegu hvernig Sigurður Ingi hafi verið ýtt til hliðar innan Framsóknarflokksins af gömlum andstæðingum.

Að lokum fjallar Össur um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, og segir hann vera að gera sig „stofuhæfan“ með mögulega þátttöku í næstu ríkisstjórn í huga. Hann telur þó að Sigmundur standi frammi fyrir vanda vegna ummæla nýkjörins varaformanns flokksins, Snorra Más, sem hann túlkar sem vilja til úrsagnar Íslands úr Evrópska efnahagssvæðinu. Slíka afstöðu kallar Össur „heimskulegustu skoðun sem hægt er að hafa í íslenskum stjórnmálum í dag“.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

500 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin
Peningar

500 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin

„Það vonandi léttir aðeins undir og dregur úr álagi sem oft getur fylgt þessum árstíma“
Margrét Löf hlaut 16 ára dóm
Innlent

Margrét Löf hlaut 16 ára dóm

Skemmtir börnum á Gaza þrátt fyrir persónulegan harm
Heimur

Skemmtir börnum á Gaza þrátt fyrir persónulegan harm

Tíu ára barn drepið í stunguárás unglings nærri Moskvu
Heimur

Tíu ára barn drepið í stunguárás unglings nærri Moskvu

„Trump, þú ert ógeðslegur, viðurstyggilegur, sjálfhverfur lúser, barn“
Heimur

„Trump, þú ert ógeðslegur, viðurstyggilegur, sjálfhverfur lúser, barn“

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Dóra Björt komin í Samfylkinguna
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

Prís með lægsta verðið á jólakjöti
Peningar

Prís með lægsta verðið á jólakjöti

Rob og Michele rifust við Nick um heilsu hans rétt fyrir morðin
Heimur

Rob og Michele rifust við Nick um heilsu hans rétt fyrir morðin

Fótboltabækur Drápu skora hátt
Kynning

Fótboltabækur Drápu skora hátt

Kerti tendruð við Tjörnina til minningar um unga drengi sem kerfið hefur brugðist
Innlent

Kerti tendruð við Tjörnina til minningar um unga drengi sem kerfið hefur brugðist

Nick hnakkreifst við foreldra sína í jólaveislu Conan O´Brien
Heimur

Nick hnakkreifst við foreldra sína í jólaveislu Conan O´Brien

Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Gefur lítið fyrir frammistöðu formanns Sjálfstæðisflokksins
Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Dóra Björt komin í Samfylkinguna
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Loka auglýsingu