
Þau eru misjöfn verkin hjá sumu fólki en hann Einar Ásgeir Sæmundsen, þjóðgarðsvörður Þingvalla, fær stundum það hlutverk að taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum sem koma til landsins.
Í þetta sinn sýndi hann hinn japönsku prinsessunni Takamado svæðið við góðar undirtektir en hún er á stödd á landinu vegna Artic Circle sem haldin verður í Hörpu.
„Alltaf góðir gestir á ferð á Þingvöllum. Í dag tók ég á móti hinni keisaralegu hátign prinsessu Takamodo og sendiherra Japan ásamt fylgdarliði. Þau fengu prýðisgott veður og prinsessan var forvitinn, hlý og notaleg í allri framkomu. Urriðinn sýndi sig í Öxará og hún náði síðustu hauslitunum í Almannagjá. Hún er hér að flytja ávarp og taka þátt í Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu sem fram fer næstu daga,“ sagði Einar á Facebook um heimsóknina.
Takamado er ekkja prins Takamado, sem lést árið 2002, en þau eignuðust þrjú börn saman.

Komment