Áhorfendur á tennismótinu fræga U.S Open voru allt annað en sáttir með viðveru Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á mótinu en hann mætti í einkastúku sína rétt fyrir úrslitaleik karla í einliðaleik.
Þar sá Trump hann Carlos Alcaraz sigra Jannik Sinner. Svo sigraði Aryna Sabalenka hana Amanda Anisimova í einliðaleik kvenna.
Forsvarsmenn mótsins höfðu sent minnisblað til sjónvarpsstöðva að sýna ekki áhorfendur sem sýndu neikvæð viðbrögð og að lækka í þeim ef púað yrði.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem púað hefur verið á hann á þeim tíma sem hann hefur verið forseti en á flestum íþróttaviðburðum sem hann hefur mætt á hefur hann fengið svipuð viðbrögð.
LOUD BOOS AS TRUMP IS SHOWN ON BIG SCREEN AT U.S. OPENpic.twitter.com/gGXE62C9Vj
— NewsWire (@NewsWire_US) September 7, 2025
Komment