
Hljómsveitin Radiohead tilkynnti á Instagram að tónleikunum í Kaupmannahöfn í kvöld og á morgun væri aflýst.
„Við erum niðurbrotnir,“ skrifar sveitin.
„Við erum niðurbrotin yfir því að þurfa að fresta þessum tveimur tónleikum með svona stuttum fyrirvara, en Thom hefur greinst með alvarlega hálsbólgu sem gerir honum ómögulegt að syngja,“ segir í færslu hljómsveitarinnar.
Tónleikarnir sem fara áttu fram 1. og 2. desember í Royal Arena í Kaupmannahöfn hafa verið færðir yfir á 15. og 16. desember.
„Meðferð er hafin og við vonum að Thom nái bata í tæka tíð fyrir síðustu tvo tónleikana í Kaupmannahöfn 4. og 5. desember, sem og alla fjóra tónleikana í Berlín sem hefjast 8. desember,“ segir enn fremur.
Hljómsveitin bætir við að hún sé djúpt snortin af viðbrögðum áhorfenda á tónleikaferðalaginu og elski að vera komin aftur á svið.
„Það þarf varla að taka fram að okkur finnst virkilega leitt að þurfa að fresta þessum tónleikum,“ lýkur færslunni.

Komment