1
Innlent

Starfsmaður RÚV hættur eftir ásakanir um áreitni

2
Fólk

Jasmín var mjög ósátt við ljósmóður í miðri fæðingu

3
Peningar

IKEA snarhækkar verð á mat

4
Innlent

Sigurður tekinn með 16 kíló af marijúana

5
Menning

Húsfyllir í útgáfuhófi Kolbeins

6
Innlent

Móðir segir frá óþægilegu atviki við Nettó

7
Heimur

Cillian Murphy dásamar Sjálfstætt fólk eftir Laxness

8
Fólk

Stolt og lífsreynd eftir að hafa tekist á við geðhvörf

9
Peningar

Sýn segir upp starfsfólki eftir afkomuviðvörun

10
Innlent

Hér kemur frostið

Til baka

Sagðist harðhentur, en hana grunaði ekki hvað myndi gerast

Maður sem skildi konu eftir með áverka og í áfalli sagðist hafa stundað BDSM-kynlíf

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur ReykjavíkurDæmdi mann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Bjarka Fjarka Rúnar Gunnarsson í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun. Dómurinn taldi sannað „yfir skynsamlegan vafa“ að hann hafi þvingað brotaþola til kynferðismaka og beitt hana grófu ofbeldi, meðal annars með ítrekuðu hálstaki og því að leggja kodda yfir andlit hennar, þrátt fyrir skort á samþykki. Brotaþoli hlaut rifbeinsbrot, útbreidda marbletti og heyrnarskerðingu í hægra eyra.

Málið snerist að verulegu leyti um það hvort samþykki hefði legið fyrir vegna áðurnefnds kynlífs. Maðurinn hélt því fram að um „BDSM-tengt“ kynlíf hefði verið að ræða með „öryggisorði“, en dómurinn hafnaði því: „Ekki er hægt að líta svo á að […] samþykki brotaþola hefði tekið til hvers kynferðisathafna og ofbeldis.“ Dómurinn tók jafnframt fram að brotaþoli hefði sagt öryggisorðið en ákærði „hélt áfram“.

Í samskiptum fyrir atvikið, sem varð í apríl 2023, höfðu aðilar rætt mörk á Instagram. Dómurinn benti á að brotaþoli hefði hafnað því að „vilja vera bara „runkupappír“ eða „ekkert““ og að orðalag eins og „try me“ gæti ekki talist almennt samþykki.

Konan hafði sagt að hún „elskaði að láta taka af sér völdin“ af því að hún væri með völdin dags daglega. Samtalinu er lýst í dómnum: „Þá sagði ákærði að miðað við það sem hún segði væri hún ekki vön og hann spurði hvort hún vildi láta slá sig og kyrkja. Sagði brotaþoli þá að það mætti slá hana og kyrkja. Ákærði sagði þá að hann héldi að hún skildi ekki á hvaða „level“ hann væri og svaraði brotaþoli: „Leyfðu mér þá að skilja það.“ Því svaraði ákærði með því að skrifa „Ok“ og brotaþoli sagði að hún væri í alvörunni til í það

„Samþykki einungis [nær] til háttsemi sem fyrir fram er skilgreind,“ segir í niðurstöðukafla dómsins.

Dómurinn taldi framburð brotaþola trúverðugan og studdan læknisvottorðum. Lýst var hvernig ákærði „þrýsti hné sínu á ofanverða bringu hennar“ og að brotaþola hafi „á tímabili átt erfitt með andardrátt“ vegna hálstaks og kodda yfir andliti. Vitni á neyðarmóttöku sögðu áverkana „passa vel“ við frásögn brotaþola.

Konan lýsir því að þegar hún hefði komið á heimili mannsins „í þeirri trú að þau væru að fara að sofa saman“, en þá hefði hann „varað hana við því að hann væri harðhentur“.

Þegar hún kom til ákærða hefði hann látið hana hafa öryggisorð (safe-word), hent henni á hnén, slegið hana í andlitið, tekið um háls hennar og lyft henni upp.

Í dómnum er haft upp úr framburði hennar að hún hefði frosið og lítið getað gert til að verjast ákærða, „en einu sinni náð að segja öryggisorðið og þá hefði ákærði stoppað þannig að hún náði andanum en svo haldið áfram. Þá hefði hún einu sinni reynt að taka hendur hans af hálsinum á sér.“

Vitni sem hittu brotaþola, eftir að hún leitaði til neyðarmóttökunnar, staðfestu að hún hafi verið með „yfirborðsáverka á höfði og eymsli í vinstri kjálka auk marbletta um allan líkamann“. Auk þess reyndist hún hafa orðið fyrir tognun og ofreynslu á hálshrygg.

Við ákvörðun refsingar horfði dómurinn til þess að brotið var „gróft og lítillækkandi“, hafði „mjög alvarlegar afleiðingar“ og að ákærði hefði áður hlotið dóm fyrir kynferðisbrot, sem hafði ítrekunaráhrif. Auk fangelsisrefsingar var ákærða gert að greiða brotaþola 2,5 milljónir króna í miskabætur með vöxtum og dráttarvöxtum, sem og sakarkostnað og þóknanir verjanda og réttargæslumanns.

„Verndarandlag nauðungarákvæðisins er sjálfsákvörðunarréttur og athafnafrelsi fólks í kynlífi,“ segir í dómnum. „Ekki er hægt að líta svo á að samþykki brotaþola hefði tekið til annars en hún hafði fyrir fram samþykkt.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Stolt og lífsreynd eftir að hafa tekist á við geðhvörf
Viðtal
Fólk

Stolt og lífsreynd eftir að hafa tekist á við geðhvörf

„Mig grunaði að mitt innra líf væri öðruvísi en vina minna,“ segir Fanney Sigurðardóttir, sem sagði engum frá þegar hún fór að finna fyrir þunglyndinu sem barn.
Eldfimt ástand í Bandaríkjunum í dag
Heimur

Eldfimt ástand í Bandaríkjunum í dag

Móðir segir frá óþægilegu atviki við Nettó
Innlent

Móðir segir frá óþægilegu atviki við Nettó

IKEA snarhækkar verð á mat
Peningar

IKEA snarhækkar verð á mat

Náðar lygasjúkan samflokksmann
Heimur

Náðar lygasjúkan samflokksmann

Ókunnugur læsti sig inni á salerni
Innlent

Ókunnugur læsti sig inni á salerni

Cillian Murphy dásamar Sjálfstætt fólk eftir Laxness
Myndband
Heimur

Cillian Murphy dásamar Sjálfstætt fólk eftir Laxness

Starfsmaður RÚV hættur eftir ásakanir um áreitni
Innlent

Starfsmaður RÚV hættur eftir ásakanir um áreitni

Öfgahópur í Ísrael stöðvar hjálparflutninga til Gaza
Heimur

Öfgahópur í Ísrael stöðvar hjálparflutninga til Gaza

Sigurður tekinn með 16 kíló af marijúana
Innlent

Sigurður tekinn með 16 kíló af marijúana

ASÍ óttast aukna verðbólgu
Innlent

ASÍ óttast aukna verðbólgu

Sýn segir upp starfsfólki eftir afkomuviðvörun
Peningar

Sýn segir upp starfsfólki eftir afkomuviðvörun

Innlent

Hér kemur frostið
Innlent

Hér kemur frostið

Síðustu hlýindadagarnir í bili.
Sigurður tekinn með 16 kíló af marijúana
Innlent

Sigurður tekinn með 16 kíló af marijúana

Sagðist harðhentur, en hana grunaði ekki hvað myndi gerast
Innlent

Sagðist harðhentur, en hana grunaði ekki hvað myndi gerast

Móðir segir frá óþægilegu atviki við Nettó
Innlent

Móðir segir frá óþægilegu atviki við Nettó

Ókunnugur læsti sig inni á salerni
Innlent

Ókunnugur læsti sig inni á salerni

Starfsmaður RÚV hættur eftir ásakanir um áreitni
Innlent

Starfsmaður RÚV hættur eftir ásakanir um áreitni

Loka auglýsingu