
Heimildin hefur tekið saman sinn árlega Hátekjulista en á honum er að finna tekjuhæstu 1% Íslendinga fundin með ítarlegri leit ritstjórnar. Auk þess tekur hann ekki eingöngu mið af launatekjum heldur einnig fjármagnstekjum, svo sem arðgreiðslum til eigenda fyrirtækja, en oft eru launatekjur lítill hluti raunverulegra tekna.
Meðal þess sem Heimildin hefur gert er að birta tölurnar og nöfnin eftir sveitarfélögunum.
Í 1. sæti í Reykjavík er Helga S. Guðmundsdóttir, fyrrverandi eigandi Samherja, með 4.568.690.897 krónur í tekjur. Helga er í 2. sæti á heildarlistanum.
Í 17. sæti í Reykjavík Kristján Loftsson útgerðarmaður með 564.153.350 krónur í heildartekjur en hann er í 34. sæti á heildarlistanum.
Komment