1
Fólk

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn

2
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

3
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

4
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

5
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

6
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

7
Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð

8
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

9
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

10
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

Til baka

Segir að framundan séu „spennandi tímar fyrir fatlað fólk og öryrkja“

Undanfarið hefur farið fram viðamikill undirbúningur vegna samþætts sérfræðimats og hefur Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, nú lagt fram skýrslu á Alþingi um innleiðingu og undirbúning þess

Ríkisstjórn Íslands Inga Sæland
Inga Sæland formaður Flokk fólksinsViðamikil undirbúningur hefur staðið yfir vegna samþætts sérfræðimats
Mynd: Golli

Undanfarið hefur farið fram viðamikill undirbúningur vegna samþætts sérfræðimats og hefur Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, nú lagt fram skýrslu á Alþingi um innleiðingu og undirbúning þess

Undanfarið hefur farið fram afar viðamikill undirbúningur vegna samþætts sérfræðimats og hefur Inga Sæland nú lagt fram skýrslu á Alþingi um innleiðingu og undirbúning þess.

Alþingishús

Kemur fram að núgildandi læknisfræðilegt örorkumat hafi verið innleitt hér á landi árið 1999. Hefur það staðið óbreytt síðan, en með nýju örorku- og endurhæfingarkerfi verður því hætt og í staðinn fyrir það verður tekið upp samþætt sérfræðimat.

Ekki er langt í að breytingarnar eigi sér stað; en þann 1. september næstkomandi mun nýja kerfið taka gildi.

Í inngangsorðum skýrslunnar leggur Inga áherslu á að samþætta sérfræðimatið muni fela í sér nýja og tímabæra hugsun:

„Núgildandi matskerfi byggir eingöngu á læknisfræðilegum forsendum“ en með nýja matinu verði horft heildrænt á einstaklinginn og einnig litið til „sálfræðilegra og félagslegra þátta“ segir ráðherra og bætir því við að „megináherslan er á færni viðkomandi í samspili við umhverfi og aðstæður“ og að hugsunin að baki „snýr að valdeflingu og að styðja fólk til að nýta sem best alla sína getu.“

Inga segir að fram undan séu svo „sannarlega spennandi tímar“ með nýrri hugsun sem og stórum skrefum fyrir „fatlað fólk og öryrkja á Íslandi.“

Öryrkjabandalagið

Í skýrslunni er gerð grein fyrir vinnu starfshóps sem þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra skipaði í maí 2024 í þeim tilgangi að útfæra samþætta sérfræðimatið.

Segir í máli ráðherra að vinnuhópur á vegum Tryggingastofnunar sem í voru sérfræðingar frá Tryggingastofnun, VIRK starfsendurhæfingarsjóði og Vinnumálastofnun skipulagði vinnu starfshópsins.

Með skýrslunni fylgja tveir viðaukar er starfshópurinn vann; annars vegar um þau atriði sem líta skal til við samþætt sérfræðimat; hins vegar leiðbeinandi viðmið um áhrif þeirra atriða á færnivanda.

Var talið brýnt að í starfshópnum væru fagaðilar er byggju yfir sérþekkingu sem og reynslu sem taka þyrfti mið af við mótun á nýju heildrænu matskerfi.

Starfshópurinn var því samansettur af fulltrúum þeirra heilbrigðisstétta er hafa aðkomu að heilbrigðisþjónustu eða endurhæfingu, fulltrúum frá heilbrigðis- og velferðarstofnum, háskólum, hagsmunaaðilum, lífeyrissjóðum og heilbrigðisráðuneytinu.

Who

Einnig kemur fram að samkvæmt lögunum sem Alþingi samþykkti síðastliðið sumar um endurskoðun örorkulífeyriskerfis almannatrygginga skal samþætta sérfræðimatið byggja á hugmyndafræði sem liggur að baki ICF-flokkunarkerfinu, en það er alþjóðlegt flokkunarkerfi um færni, fötlun og heilsu sem var þróað af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO.

Niðurstöðurnar skulu segja til um getu viðkomandi einstaklings til virkni á vinnumarkaði og þegar sú geta er metin í samþættu sérfræðimati verður auk heilsufarsþátta að líta til færni til athafna og þátttöku, umhverfisþátta og persónubundinna þátta:

Inga Sæland

„Færni einstaklingsins er skoðuð út frá því samfélagi sem hann býr í, án tillits til þess hvað olli skerðingunni sem hann býr við, hömlunum við athafnir eða takmörkunum á þátttöku“ segir Inga og bætir því við að „flokkunarkerfið gerir notendum þess kleift að lýsa samspili ólíkra þátta markvisst og gagnkvæmum áhrifum þeirra.“

Hún færir í tal að samkvæmt skilgreiningu í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er fötlun enda afsprengi samspils milli fólks með skerðingar annars vegar og umhverfis og viðhorfa hins vegar sem „hindra fulla og árangursríka samfélagsþátttöku þess“ til jafns við aðra og „prófanir á matinu hafa farið fram hjá Tryggingastofnun og sömuleiðis er áfram unnið að útfærslu á nýja matskerfinu og umsóknum um örorku.“

Þá kemur fram að það hafi verið útbúnar handbækur fyrir fagaðila um nýja kerfið og boðið verður uppá námskeið fyrir fagaðila hjá TR.

Tekið er fram að vert sé að undirstrika að Tryggingastofnun verði heimilt að víkja frá skilyrðum um samþætt sérfræðimat ef slíkt mat er bersýnilega óþarft að mati stofnunarinnar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Tyrknesk herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu
Myndband
Heimur

Tyrknesk herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur
Heimur

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi
Heimur

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu
Myndir
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas
Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Afsláttur er veittur ef fólk borgar innan þriggja daga
Sigríður Björk lætur af embætti
Innlent

Sigríður Björk lætur af embætti

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Loka auglýsingu