1
Peningar

Fræga fólkið sem keypti hlutabréf í Íslandsbanka

2
Fólk

Listamaðurinn Ólafur Elíasson í sambandi með íslenskri fyrirsætu

3
Heimur

Slagsmál brutust út á vinsælli strönd á Tenerife

4
Innlent

Natalia réðst á lögreglumann í Reykjavík

5
Fólk

Hrafninn Dimma gaf Jóhanni Helga gjöf

6
Fólk

Anna hyggur á ný ævintýri á sjónum

7
Peningar

Bandarískt par hélt Excel-skjal um hringferð sína um Ísland

8
Landið

Starfsmaður leikskóla í Vestmannaeyjum sló til barns

9
Pólitík

Þúsund manns hafa sagt sig úr Sósíalistaflokknum

10
Innlent

Hundur í einangrun eftir nauðlendingu

Til baka

Segir spá sína um Sósíalistaflokkinn að rætast

„Þetta er eins og að barn afneiti föður sínum.”

Sósíalistar
Gunnar Smári og Karl HéðinnHallarbylting varð hjá Sósíalistaflokknum um helgina.

Grindvíski samfélagsrýnirinn Björn Birgisson segir ljóst að hið fornkveðna sé að rætast hvað varðar Sósíalistaflokkinn. „Byltingin étur börnin sín,“ segir hann.

Björn hefur færslu sína á Facebook á því að vitna til orða Gunnars Smára Egilssonar, fráfarandi formanns framkvæmdastjórnar, sem sagði: „Ég hef sterka tilfinningu fyrir að þessi dagur sé upphaf að einhverju heillavænlegu. Ég finn fyrir létti og eftirvæntingu, eins og eitthvað áhugavert og spennandi sé framundan.”

„Þetta skrifaði Gunnar Smári Egilsson þegar fyrir lá að hallarbylting hafði orðið í Sósíalistaflokknum og honum hafði verið hafnað sem forustumanni.“

Þannig hefst Facebook-færsla Björns en hann segir atburði helgarinnar vera eins og þegar „barn afneitar föður sínum.“

Þá spáir hann því að yfirtökuhópur Sósíalistaflokksins verði orðinn bæði samstöðulaus og klofinn áður en sumrinu líkur.

„Þetta er eins og að barn afneiti föður sínum og minnir á hvernig Viðreisn kom fram við Benedikt Jóhannesson stofnanda flokksins.

Ég spái að þessi yfirtökuhópur verði orðinn samstöðulaus og klofinn áður en sumarið er liðið, sumarfrí afstaðin og menn fara að huga að starfinu fyrir.“

Björn útskýrir betur hvað hann eigi við:

„Hvers vegna klofinn? Vegna þess hvernig staðið var að hallarbyltingunni og hverjir eru þar leiðandi og ætla sér eitthvað á vegum flokksins. Hef átt samskipti við nokkra í þeim hópi, og út frá þeim samskiptum get ég ekki séð fyrir mér góð samskipti innan flokksins eða út á við.“

Nefnir hann að lokum nýja stjórnarmeðlimi flokksins og kallar þá atvinnu nöldrara og minnir á spá sem hann gerði í upphafi, að Sósíalistaflokkurinn verði ekki langlífur.

„Menn eins og Tjörvi Schiöth og Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar flokksins, eru hálfgerðir atvinnu nöldrarar og munu alltaf rekast illa í hópi sem þarf að vera samstæður. Ætla því að voga mér að minna á spá mína þegar þessi flokkur var stofnaður. Að hann yrði ekki langlífur.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Ólafur Þór Ólafsson
Pólitík

Ólafur Þór verður sveitarstjóri

Sr María Guðrún
Innlent

Séra María Guðrún fer í Hofsprestakall

Ólafur og Edda
Fólk

Listamaðurinn Ólafur Elíasson í sambandi með íslenskri fyrirsætu

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra
Pólitík

„Erum herlaust land í lykilstöðu“

Jóhann Helgi og Dimma
Fólk

Hrafninn Dimma gaf Jóhanni Helga gjöf

Sósíalistar
Pólitík

Þúsund manns hafa sagt sig úr Sósíalistaflokknum

Vík í Mýrdal
Peningar

Bandarískt par hélt Excel-skjal um hringferð sína um Ísland

Loka auglýsingu