Sigurður Helgi Grímsson hefur verið dæmdur í fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur.
Sigurður var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa árið 2024 í Reykjavík, haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni, samtals 31 kannabisplöntu, samtals 5.900 grömm af kannabislaufum og samtals 16.150 grömm af maríhúana og fyrir að hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur.
Samkvæmt efnaskýrslu tæknideildar var 31 kannabisplanta haldlögð; 13 kannabisplöntur úr öðru tjaldinu, 1,61–135 cm á hæð, og 18 kannabisplöntur úr hinu tjaldinu, 2,30–70 cm á hæð. Þá voru haldlögð kannabislauf 5.900 g og marijúana 16.150 g. Efnin voru „þurrkaðir skúnkar úr tjaldi 2 í kassa á gólfi“ 2.160 g, „skúnkar í þremur þurrkgrindum úr tjaldi“ 13.845 g og „skúnkar í fötu á eldhúseyju“ 145 g. Laufin voru í fötu á eldhúseyju 70 g, „malað efni í kvörn á eldhúseyju“ 1.145 g og „blaut kannabislauf í 9 smelluláspokum í frysti“ 4.685 g.
Sigurður játaði brot sitt fyrir dómi en taldi ekki að um svo mikið magn væri að ræða og taldi vigtunina hafa verið illa framkvæmda. Dómurinn var ósammála því.
Sigurður var dæmdur í 18 mánaða fangelsi og eru 15 af þeim mánuðum skilorðsbundnir. Er dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára.
Komment