1
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

2
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

3
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

4
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

5
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

6
Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð

7
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

8
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

9
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

10
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Til baka

Sjúkraliðum „mætt með þögn og aðgerðaleysi“

Landspítalinn er í miklum vandræðum vegna manneklu enda er fjöldi stöðugilda ómannaður og spítalann vantar sérstaklega sjúkraliða

Landspítalinn
Landspítalinn er í kreppuVantar sárlega sjúkraliða
Mynd: Stundin/Kristinn

Landspítalinn er í miklum vandræðum vegna manneklu enda er fjöldi stöðugilda ómannaður og spítalann vantar sérstaklega sjúkraliða

Landspítalinn á í miklum vandræðum vegna manneklu og álags, og þá er fjöldi stöðugilda ómannaður og sérstaklega vantar sjúkraliða.

Margir sem eru búsettir á Íslandi og líka ferðamenn sem koma hingað kannast við að þurfa að bíða klukkustundum saman eftir því að fá þjónustu á slysadeild eða sjúkrahúsi.

Landspítalinn

Staðan á Landspítala er grafalvarleg og mikil mannekla - sem þýðir löng bið - sem þar ríkir og er biðin lengri en venjulega og álagið eykst sem því nemur og var það þó alveg nóg að mati flestra ef ekki allra.

Komið er á daginn að alls voru á fjórða hundrað stöður sjúkraliða ómannaðar á LSH í fyrra og endurnýjun í stéttinni er langt frá því að vera næg.

Bráðamóttaka

Landspítalinn hefur lengi verið undirmannaður, en sjaldan eins og nú líkt og segir í úttekt Ríkisendurskoðunar á spítalanum, mönnun hans sem og flæði sjúklinga.

Kemur á daginn að sjúklingum er leita þangað fjölgar mikið en starfsfólki sem og rúmum á legudeildum fækkar, og það er ákveðið vandamál.

Landspítalinn glímir við manneklu eins og fram hefur komið, en 50 stöðugildi hjúkrunarfræðinga, 30 stöðugildi lækna, 14 stöðugildi ljósmæðra og um það bil 380 stöðugildi sjúkraliða voru ómönnuð í fyrra.

Stór hluti þeirra sjúkraliða sem nú eru starfandi, eitthvað um 40%, mun eldast úr starfi á næstu 15 árum, en meðalaldur sjúkraliða er um það bil 49 ár.

Blasir því við alvarlegur skortur, sem gerist á þeim sama tíma og búast má við að öldruðum fjölgi um 40% á næstu árum, hrjáir Landspítalann og honum bráðvantar að fá sjúkraliða.

Sjúkraliðafélag Íslands er vel meðvitað um stöðuna og segir á heimasíðu félagsins að „Ríkisendurskoðun hefur nú opinberað það sem sjúkraliðar hafa lengi varað við. Að mönnun stéttarinnar á Landspítalanum er í algjöru lágmarki og þróunin stefnir að óbreyttu í kerfishrun.“

Sandra B. Franks formaður sjúkraliða1

Sandra B Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands.

Fjallað er um skýrsluna á vef sjúkraliða og þar segir að „samkvæmt nýju skýrslunni um Mönnun og flæði sjúklinga á Landspítala kemur fram að árið 2024 voru heil 379 stöðugildi sjúkraliða ómönnuð, aðeins 52% af áætlaðri mönnun var í raun fyllt. Það þarf ekki sérfræðing til að sjá að þetta er neyðarástand.“

Sjúkraliðar telja sig vera vannýtta fagstétt í kerfinu og er meðalaldur sjúkraliða hærri en hjá öðrum heilbrigðisstéttum og einungis 29% er í fullu starfi á spítalanum en á sama tíma fjölgar útgefnum starfsleyfum, en þeir skila sér ekki í störfin á Landspítala:

„Við höfum ítrekað bent á þetta, og núna hefur Ríkisendurskoðun staðfest það sem við höfum bent á. Sjúkraliðar eru kerfisbundið hunsaðir og vannýttir, þrátt fyrir að bera mikla ábyrgð og sinna störfum sínum af fagmennsku,“ segir Sandra B. Franks, sem er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.

Hún segir einnig að Landspítalinn kjósi ófaglært starfsfólk fram yfir menntaða sjúkraliða og að staðan á bráða- og lyflækningasviði sé grafalvarleg:

„Þar vantaði 177 sjúkraliða í stöður, en á sama tíma voru 174 ófaglærðir starfsmenn umfram áætlun. Þetta er óneitanlega skýrt merki um að Landspítalinn velur að treysta á ófaglært starfsfólk í stað þess að byggja upp fagmenntaða heilbrigðisstétt með framtíðarsýn og ábyrgð“ og að hennar mati er Þetta „ekki fagleg stefna, heldur stjórnunarleg undanbrögð.“

Ríkisendurskoðun

Kemur fram í máli Söndru að „Ríkisendurskoðun lætur engan vafa liggja á því að Landspítalinn þurfi að bregðast við nú þegar“ og að í „skýrslunni er skýrt kveðið á um að grípa þurfi til markvissra aðgerða“ ætli spítalinn sér að snúa þessari þróun við. „Þar segir meðal annars að tryggja verði raunhæfar starfsþróunarleiðir fyrir sjúkraliða og bæta nýliðun, meðal annars með öflugu samstarfi við menntastofnanir. Þá sé nauðsynlegt að nýta menntun og hæfni sjúkraliða í samræmi við breyttar reglugerðir um réttindi þeirra, og að viðurkenna verði faglegt hlutverk þeirra innan hjúkrunarteyma, í stað þess að reiða sig áfram á ófaglært starfsfólk.“

Sjúkraliðafélag Íslands

Sandra segir að þetta sé „ekki ný sjónarmið, heldur þau sömu sem sjúkraliðastéttin hefur endurtekið bent á í mörg ár. Nauðsynlegt er að tryggja framtíð sjúkraliða innan heilbrigðiskerfisins og þessi staða er ekki aðeins ófagleg heldur kerfisbundin vanvirðing við heilbrigðisstétt sem hefur menntun, hæfni og lögverndað hlutverk innan heilbrigðisþjónustunnar.“

Sandra segir það sýna svart á hvítu að „vilji Landspítalans til að byggja upp stöðugildi sjúkraliða er lítill sem enginn.“

Sjúkraliðafélagið hefur lýst yfir vilja sínum til að vinna með spítalanum að því að snúa þessari þróun við, en a- sögn Söndru hefur þeim vilja að mestu verið „mætt með þögn, tregðu og aðgerðaleysi. Skýrslan frá Ríkisendurskoðun dregur fram skýra ábendingu um að Landspítali verði að setja sér markmið um að fjölga sjúkraliðum, hvetja ófaglært starfsfólk til að fara í nám, og tryggja að þeir sem ljúka sjúkraliðanámi fái tækifæri til að starfa í faginu.“

Hun segir að „Sjúkraliðafélagið hefur talað fyrir því að sjúkraliðar starfi í samræmi við sína menntun“ og bent á að ekki er nóg að gefa út starfsleyfi, „heldur þurfi líka að vera raunveruleg starfsþróun og raunverulegur framgangur í starfi, þannig að fólk velji sjúkraliða að ævistarfi.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu
Myndband
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

„Ég var punchline á 300 manna viðburði fyrir nemendur lagadeildarinnar.“
Tyrknesk herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu
Myndband
Heimur

Tyrknesk herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur
Heimur

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi
Heimur

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu
Myndir
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas
Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu
Myndband
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

„Ég var punchline á 300 manna viðburði fyrir nemendur lagadeildarinnar.“
Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Loka auglýsingu