
Þrír gistu fangaklefa í nótt35 mál voru skráð hjá lögreglu í nótt.
Mynd: Garðabær
Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að fimm líkamsárásir hafi verið tilkynntar, meðal annars í Garðabæ, miðbæ Reykjavíkur og Hafnarfirði. Einn var handtekinn í tengslum við þessar árásir.
Greint er frá því að sá sem var ráðist á í Garðabæ hafi hlotið minni háttar meiðsli.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir að tala í síma án þess að nota handfrjálsan búnað.
Kona í annarlegu ástandi var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur og þá var einn tekinn fyrir að keyra undir áhrifum fíkniefna. Hann var settur í blóðsýnatöku og látinn laus eftir hana.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment