
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir harðlega málflutning „vel settra hópa“ í kjarabaráttu í nýrri Facebook-færslu. Hún segir að umræðan snúist í auknum mæli um að laun verkafólks og láglaunafólks séu „orðin of há“ og að markmiðin séu í raun „meiri stéttskipting og misskipting“.
„Þarna má „þakka“ BHM fyrir að hafa riðið á vaðið og gert það algjörlega sjálfsagt að tala með þessum ömurlega hætti,“ skrifar Sólveig Anna.
Hún varar einnig við afleiðingum útvíkkunar valdheimilda ríkissáttasemjara og segir það hafa slæmar afleiðingar fyrir láglaunafólk, sem verði enn frekar háð því að geta lagt niður störf til að knýja fram ásættanlega samninga. „En engum afleiðingum fyrir hálaunahópana sem hvort sem er fá yfirleitt allt sem þeir vilja,“ bætir hún við.
Með færslunni birti hún skjáskot af fréttum sem hún gagnrýnir.

Komment