
Þrjár konur sem starfa á RÚV hafa lagt fram kvörtun gegn karlkyns samstarfsmanni sínum en þær kvartanir varða áreitni samstarfsmannsins í þeirra garð. Heimildin greindi fyrst frá.
Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, og Stefán Eiríksson útvarpsstjóri vildu ekki tjá sig um málið í samtali við Heimildina og sögðust ekki geta tjáð sig um einstaka starfsmannamál.
Samkvæmt Heimildinni kom fyrsta kvörtunin fram í ágúst og hafa tvær bæst við síðan þá. Starfsmaðurinn er í leyfi eins og staðan er í dag. Óánægja er sögð ríkja innan RÚV vegna málsins og þá sérstaklega hversu langur tími leið frá því að þessar kvartanir voru lagðar fram þar til maðurinn fór í leyfi.
Uppfært:
Samkvæmt upplýsingum Mannlífs er starfsmaðurinn hættur.
Komment