
Frá vettvangi slyssinsNokkur viðbúnaður var við slysstaðinn
Mynd: Björgvin Gunnarsson
Tveggja bíla árekstur varð á Sundlaugagavegi, nærri Kringlumýrarbraut um hálf níu í morgun.
Svo virðist sem bifreið hafi verið ekið í hlið annarrar bifreiðar við umferðarljós á Sundlaugavegi í Laugardalnum í morgun en þegar blaðamaður Mannlífs keyrði framhjá var sjúkrabíll á svæðinu sem og nokkrir lögreglumenn á mótorhjólum.
Logi Sigurjónsson, aðalvarðstjóri Umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagðist í samtali við Mannlíf því miður ekki hafa neinar frekari upplýsingar um ástæðu árekstursins eða hvort slys hafi orðið á fólki.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment