1
Peningar

Sautján Reykvíkingar sem synda í seðlum

2
Innlent

Matvælastofnun varar við neyslu á þekktu fæðubótarefni

3
Innlent

Mögulegt mansal stoppað á Keflavíkurflugvelli

4
Peningar

Fyrirtæki Guðrúnar hagnaðist vel

5
Innlent

Lögreglu tilkynnt um kvenmannshár

6
Peningar

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri

7
Heimur

Charlie Sheen vill komast í samband við fyrrum meðleikara sinn

8
Minning

Atli Dagbjartsson er fallinn frá

9
Landið

Fornleifar í Fagradal varpa nýju ljósi á landnám á Austurlandi

10
Menning

Nanna kom, sá og sigraði

Til baka

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött

„Orð hafa áhrif, hvort sem maður vill það eða ekki, og það skiptir máli að velja þau vel,“

Snorri Másson
Snorri Másson, þingmaður MiðflokksinsHefur verið í bobba síðan hann kom fram í Kastljósi.
Mynd: Víkingur

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastýra Samtakanna ‘78, hefur tjáð sig í fyrsta skipti eftir samskipti sín við Snorra Másson, þingmann Miðflokksins, í alræmdum Kastljósarþætti um málefnis trans fólks. Telja sumir að Snorri hafi verið dónalegur og afneitað tilvist trans fólks meðan aðrir segja að Snorri hafi ekkert gert nema að segja sannleikann.

„Stór hluti af mínu starfi hjá Samtökunum ‘78 hefur verið að þjálfa fólk í því að svara fordómafullri umræðu með kærleika og trú á fólki,“ skrifar Þorbjörg á Facebook.

„Markmiðið er skaðaminnkun: að fordómafull viðhorf, afmennskun og fyrirlitning nái ekki yfirhöndinni í samfélagsumræðunni. Annar hluti hefur verið að halda utan um tilkynningar um hatursglæpi og eiga samskipti við lögreglu um þær skráningar og öryggismál almennt. Ég hef einnig frá árinu 2018 tekið virkan þátt í (og um tíma leitt) réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi. Ég er sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks og þá sérstaklega í samhengi orðræðu og ofbeldis. Ég þekki vel birtingarmyndir og afleiðingar aukinna fordóma, er í samskiptum við þolendur, held utan um tölfræði, les skýrslur og rannsóknir og fylgist náið með þróun heimsmála.“

Hún segir Miðflokksmenn nú reyna að sannfæra almenning að flokkurinn verði fyrir þöggun en þeir hafi lýst þessu yfir í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.Þorbjörg segir hins vegar að tjáningarfrelsi þeirra hafi ekki verið skert en vilji frekar að þeim sé ekki andmælt þegar þeir fara með staðreyndarvillur.

„Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing sem þátttakanda í opinberri umræðu og á mánudaginn. Það, að Snorri Másson vogi sér síðan að kvarta yfir skoðanakúgun og þöggun í kjölfarið á því að hafa beinlínis reynt að þagga niður í mér með yfirgangi, er út í hött,“ heldur hún áfram.

Bendir hún í kjölfarið á nokkur dæmi um það bakslag sem myndast hefur í umræðum um hinsegin fólk og þá sérstaklega trans fólk.

„Fólkið sem sakar Samtökin ‘78 um að beita börn ofbeldi, eyðileggja samfélagið, um að við stundum innrætingu, úrkynjun, satanískan áróður og talar jafnvel um að við séum réttdræp er sama fólkið og fagnar núna málflutningi Snorra Mássonar. Hann ber ekki ábyrgð á þeirra orðum eða gjörðum, en einhverra hluta vegna telja þau hann bandamann sinn. Ég hvet hann, eins og ég reyndar gerði eftir útsendinguna á mánudaginn, til þess að velta því fyrir sér hvers vegna,“ skrifar verkefnastýran.

Hún segist þekkja áhrif ofbeldishótana af eigin reynslu og hefur samúð með Snorra að því leyti. “Við sem vinnum að hinsegin réttindum, kvenréttindum og réttindum flóttafólks þekkjum þetta sérstaklega vel. Margt stjórnmálafólk þekkir þetta, lögreglufólk, blaðamenn. Það er hreinlega ömurlegt að finnast öryggi sínu ógnað og ég held að ekkert okkar vilji hafa samfélagið svona.“

Þá telur hún að mörgum sé brugðið að opinber umræða geti haft alvöru afleiðingar. „Ég vona að þetta sama fólk sýni í kjölfarið hinsegin fólki, sem fær svona hótanir daglega eða verður fyrir tilefnislausri áreitni og ofbeldi, einnig skilning og kalli eftir stillingu í opinberri umræðu í okkar garð.

Orð hafa áhrif, hvort sem maður vill það eða ekki, og það skiptir máli að velja þau vel,“ skrifar Þorbjörg að lokum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Leyndardómsfullt mannshvarf á Kanaríeyjum
Heimur

Leyndardómsfullt mannshvarf á Kanaríeyjum

Skúta James Nunan fannst á reki en aðeins hundurinn Thumbeline var um borð
Gagnrýnir „dramatískar“ aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði
Innlent

Gagnrýnir „dramatískar“ aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza
Innlent

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza

„Áhrifavaldur Guðs“ tekinn í dýrlingatölu
Heimur

„Áhrifavaldur Guðs“ tekinn í dýrlingatölu

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans
Heimur

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri
Peningar

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri

Atli Dagbjartsson er fallinn frá
Minning

Atli Dagbjartsson er fallinn frá

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza
Innlent

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza

Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael
Innlent

Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael

Djammað og djúsað á Októberfest
Myndir
Menning

Djammað og djúsað á Októberfest

Júlí Heiðar fær ekki nóg
Menning

Júlí Heiðar fær ekki nóg

Fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás
Innlent

Fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás

Innlent

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött
Innlent

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött

„Orð hafa áhrif, hvort sem maður vill það eða ekki, og það skiptir máli að velja þau vel,“
Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael
Innlent

Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael

Gagnrýnir „dramatískar“ aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði
Innlent

Gagnrýnir „dramatískar“ aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza
Innlent

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza
Innlent

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza

Loka auglýsingu