
Þórdís Valsdóttir hefur mikla reynslu úr fjölmiðlaheiminumMun verða upplýsingafulltrúi
Mynd: Stjórnarráðið
Þórdís Valsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins til eins árs en grein er frá þessu í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Hún mun hefja störf á næstu vikum.
Þórdís hefur yfir áratugar reynslu úr fjölmiðlum. Nú síðast var hún útvarpsstjóri hjá Sýn og var yfir öllum útvarpsstöðvum félagsins. Áður starfaði hún sem blaðamaður, bæði á Fréttablaðinu og Vísi, var þáttarstjórnandi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og umsjónarmaður Íslands í dag á Stöð 2.
Hún er með meistaragráðu í lögfræði.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment