
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fordæmir árás Ísraelshers á stigagan Nasser-sjúkrahússins á Gaza, þar sem fimm blaðamenn voru drepir auk 15 annarra borgara og heilbrigðisstarfsfólks. Þetta kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurnum Mannlífs.
Í svari ráðherrans sem barst Mannlífi í dag, er bent á yfirlýsingu sem gefin var út fyrr í vikunni af hálfu Media Freedom Coalition, þar sem allt ofbeldi sem beinist gegn fjölmiðlafólki er fordæmt en utanríkisráðherra lagði nafn Íslands við. Þá leggur yfirlýsingin einnig áherslu á mikilvægi þess að alþjóðlegir fjölmiðlar hafi aðgengi að Gaza og að öryggi þeirra sem sinna fjölmiðlun á Gaza sé tryggð en yfirlýsingin kom út áður en umtöluð árás var gerð.
Þá er einnig bent í svarinu á sameiginlega yfirlýsingu sex utanríkisráðherra sem birtist á vef utanríkisráðuneytisins í gær og má lesa hér.
Í svarinu segist Þorgerður Katrín að „sjálfsögðu fordæma árásina harðlega“ og að árásir sem þessar séu skýr brot á alþjóðalögum.
Eftirfarandi má hafa eftir ráðherra sem svar við spurningu þinni:
„Ég fordæmi að sjálfsögðu þessa árás harðlega eins og allar aðrar árásir á óbreytta borgara, heilbrigðisstarfsfólk og fjölmiðlamenn. Árásir sem þessar eru skýrt brot á alþjóðalögum og það verður að gera þá kröfu til ísraelskra yfirvalda að þau virði alþjóðamannúðarlög og þau láti fara fram rannsókn á tildrögum þessarar tilteknu árásar.“
Þá segist utanríkisráðherra vonast til að geta kynnt nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórnina eftir helgi og þá jafnvel ræða möguleikann á að beita Ísrael refsiaðgerðum.
„Ég mun halda áfram að koma afstöðu Íslands skýrt á framfæri; það verður að koma vopnahléi á, tryggja óheft flæði mannúðaraðstoðar inn á Gaza og það verður að sleppa öllum gíslum tafarlaust. Ég vonast til þess að geta kynnt nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem fyrir hendi eru til að koma skýrum skilaboðum á framfæri til ísraelskra ráðamanna. Þar kemur ýmislegt til álita, þ.m.t. refsiaðgerðir.”
Komment