
Í dagbók lögreglu frá því dag er greint frá því að tilkynnt hafi verið um innbrot og þjófnað í verslun í miðbæ Reykjavíkur. Ekki liggur fyrir hver var að verki.
Tilkynnt var um umferðarslys en ekki urðu nein slys á fólki og var málið afgreitt á vettvangi.
Tilkynnt var um eignarspjöll í Laugardalnum. Búið var að brjóta upp hurð að íbúð og er gerandinn ókunnur.
Þá fékk lögreglan einnig tilkynningu um umferðarslys en þar datt maður á hlaupahjóli og slasast á hendi. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til frekari skoðunar
Ökumaður sem hafði aldrei verið með ökuréttindi var stöðvaður.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir í akstri fyrir að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar. Málið var afgreitt með sekt að sögn lögreglu.
Komment