Flytja þurfti þriggja ára gamalt barn á sjúkrahús eftir að það innbyrti kókaín á leikskóla sínum.
Atvikið átti sér stað í ágúst í Laredo í Texas en barnið var útskrifað af sjúkrahúsinu þann 14. ágúst.
„Þegar blóðgreiningin fór fram, þá kom í ljós að einhver fíkniefni fundust í líkama barnsins,“ sagði lögreglurannsóknarmaðurinn Joe Baeza við fjölmiðla vestanhafs. Kom í ljós að um kókaín var að ræða en ekki liggur fyrir hvort barnið komst í kókaínið inn í leikskólanum sjálfum eða á lóðinni.
Ekki neinn hefur verið handtekinn vegna málsins samkvæmt yfirvöldum en lögreglan segir að atvikið sé litið alvarlegum augum og margir komi að rannsókn þess. Þá hafi skólayfirvöld og kennarar aðstoðað vel við rannsókn málsins.
Nafn barnsins hefur ekki verið gefið upp.
Komment