1
Innlent

Margrét Löf ákærð í tengslum við andlát föður síns í Garðabæ

2
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

3
Peningar

Gjaldþrotaskiptum lokið eftir fjögur þúsund daga

4
Innlent

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum

5
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

6
Landið

Leiðsögumaður bjargaði föstum jeppa við Mælifell

7
Innlent

Matvælastofnun innkallar kleinuhringi

8
Innlent

„Á Alþingi Íslands er rætt um að vísa ungum manni sem misst hefur fjölskyldu og vini í helförinni á Gaza úr landi fyrir að sletta málningu“

9
Innlent

Lögreglan leitar að ungri stúlku sem varð fyrir bíl Akureyri

10
Landið

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra

Til baka

„Þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn“

„Vonir um vopna­hlé“ eru „eins og hálm­strá“ segir Sveinn Rúnar Hauksson mannvinurinn, læknir og heiðursborgari í Palestínuum um ástandið á Gaza

Sveinn Rúnar Hauksson
Sveinn Rúnar Hauksson læknir og mannvinurSegir stöðuna á Gaza verða æ skelfilegri
Mynd: Aðsend

„Vonir um vopna­hlé“ eru „eins og hálm­strá“ segir læknirinn og mannvinurinn Sveinn Rúnar Hauksson og bætir því við að í dag, þann „7.7.2025, ferðast stríðsglæpaforinginn Netanyahu til Washington að heimsækja helsta stuðningsmann sinn, Donald Trump í Hvíta húsinu.“

Félagarnir á góðri stund.

Giskar Sveinn Rúnar á það að „Netanyahu“ verði „áreiðanlega ekki handtekinn við komuna, þrátt fyrir að vera eftirlýstur af Alþjóða stríðsglæpadómstólnum“ enda eru „Bandaríkin ekki með í þeirri mikilvægu stofnun.“

Sveinn Rúnar færir í tal að „enn einu sinni vekja fjölmiðlar vonir um vopnahlé á Gaza, en fremur ósennilegt er það henti Netanyahu, að hætta fjöldamorðum og gereyðingu palestínskra byggða“ en segir þó að ekki sé loku „fyrir það skotið að Bibi [Benjamin Netanyahu, innskot blm] geri það sem vinargreiða við besta vin sinn að gera dálítið hlé á tortímingunni, og hleypa inn svolitlu af vatni, mat og lyfjum til tveggja milljóna sveltandi íbúa. Bara smá hlé. Það gæti litið út einsog rós í hnappagatið á vininum. Trump er mikið fyrir svoleiðis.“

Gaza

Hann segir að „við sem í 21 mánuði höfum sofnað á hverju kvöldi út frá hryllingnum sem á sér stað í Palestínu af völdum Ísraels, Bandaríkjanna og helstu bandalagsþjóða þeirra í NATO og vöknum upp við sama hrylling að morgni, við grípum í hvaða hálmstrá sem er“ og nefnir að „við þurfum að trúa því og geta vonað að einhvern tíma muni þessu linna. Og sem allra allra fyrst, helst í gær.“

Sveinn Rúnar talar tæpitunglaust og segir einfaldlega:

„Þjóðarmorð heitir það og þjóðarmorð er það. Nú þegar hafa nærri 60 þúsund manns verið myrt af Ísraelsher og tvöfaldur sá fjöldi örkumla og rúmlega það af völdum árásanna. Þá eru ekki talin þær þúsundir sem liggja undir rústunum.“

Örvænting er algjör á Gaza.

Sveinn Rúnar segir aðheimili fólks, sjúkrahús og skólar“ hafi verið sérstök „skotmörk Ísraelshers og í engu stríði hafa jafn margir læknar, hjúkrunarfólk, sjúkraflutningamenn og annað heilbrigðisstarfsfólk verið myrt. Það sama á við um blaðamenn og fréttafólk.“

Að mati Sveins Rúnars hafa átökin á Gaza verið stríð gegn börnum og konum:

„Um það bil þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn“ og þetta er ekki á neinn hátt „venjulegt stríð, heldur útrýmingarherferð“ en bætir því svo við að það sé „varla hægt að tala um stríð í þessu sambandi. Það á við þegar tvo ríki eða fleiri og tveir herir eða fleiri takast á, einsog til dæmis í Úkraínu. En í Palestínu er enginn her sem verst innrásum, hernámi og linnulausum árásum Ísraelshers, eins best útbúna og öfugasta hers í heimi. Svo ekki sé talað um leyniþjónustu og njósnanet sem gerir hryðjuverkahernum kleift að fylgjast með hverjum einum íbúa, ekki síst leiðtogum fólksins og taka þá af lífi, gjarnan í faðmi fjölskyldunnar sem er þá myrt í heilu lagi. Nei, hér er einn her að verki, Ísraelsher, og verkefni hans á Gaza og í vaxandi mæli einnig á Vesturbakkanum, er útrýmingarherferð.“

Sveinn Rúnar færir í tal að herferðin muni halda áfram af „sívaxandi grimmd“ og að „mótmæli skipta máli“ en að þau dugi því miður ekki ekki til.

Palestínski og Úkraínski fáninn Fáninn

Hann segir að „sjaldan hafa sést önnur eins mótmæli og eiga sér stað um allan heim. Þjóðarleiðtogar þeirra ríkja sem eru samsek í þjóðarmorðinu í Palestínu eru farnir að gera sér grein fyrir því að þeir lenda öfugu megin í mannkynsögunni. Frá þeim eru farin að heyrast mótmæli við framferði Ísraelsríkis“ en segir einnig að því miður hafi ekkert þó ekkert breyst og enn „er haldið áfram að senda vopn til Ísraels, ekki bara frá Bandaríkjunum, líka frá Bretlandi og fleirum.“

Sveinn Rúnar segir að „Netanyahu fyrirgefur þessu stuðningsliði sínu stöku harðorðar yfirlýsingar á meðan stefnan og stuðningurinn heldur áfram. Yfirlýsingar hafa einnig komið frá okkar stjórnvöldum og jafnvel talað um þjóðarmorð“ en Sveinn Rúnar segir þó að þessu hafi „ekki verið fylgt eftir með aðgerðum, sem fundið er fyrir. Það þarf sniðgöngu, viðskiptabann og stjórnmálaslit.“

Hann segir að endingu að „við viljum ekki þurfa að standa reikningsskil á því, hvers vegna við gerðum ekki allt sem við gátum til að stöðva þjóðarmorð í Palestínu. Þetta má ekki halda svona áfram.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni
Heimur

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni

Föðurnum var bjargað úr sjónum
Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra
Landið

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra

Gjaldþrotaskiptum lokið eftir fjögur þúsund daga
Peningar

Gjaldþrotaskiptum lokið eftir fjögur þúsund daga

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum
Innlent

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Margrét Löf ákærð í tengslum við andlát föður síns í Garðabæ
Innlent

Margrét Löf ákærð í tengslum við andlát föður síns í Garðabæ

Matvælastofnun innkallar kleinuhringi
Innlent

Matvælastofnun innkallar kleinuhringi

„Þegar samfélag er kerfisbundið lagt í rúst dugar ekki að dreifa matarpökkum“
Heimur

„Þegar samfélag er kerfisbundið lagt í rúst dugar ekki að dreifa matarpökkum“

„Á Alþingi Íslands er rætt um að vísa ungum manni sem misst hefur fjölskyldu og vini í helförinni á Gaza úr landi fyrir að sletta málningu“
Innlent

„Á Alþingi Íslands er rætt um að vísa ungum manni sem misst hefur fjölskyldu og vini í helförinni á Gaza úr landi fyrir að sletta málningu“

Leiðsögumaður bjargaði föstum jeppa við Mælifell
Myndband
Landið

Leiðsögumaður bjargaði föstum jeppa við Mælifell

Lögreglan leitar að ungri stúlku sem varð fyrir bíl Akureyri
Innlent

Lögreglan leitar að ungri stúlku sem varð fyrir bíl Akureyri

Innlent

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum
Innlent

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum

„Móðir mín hefur ítrekað þurft að þola niðurlægingu og fordóma vegna þess hvernig hún lítur út.“
Landeigandi og fjórhjólafólk tókust á við eldgosið
Innlent

Landeigandi og fjórhjólafólk tókust á við eldgosið

Margrét Löf ákærð í tengslum við andlát föður síns í Garðabæ
Innlent

Margrét Löf ákærð í tengslum við andlát föður síns í Garðabæ

Matvælastofnun innkallar kleinuhringi
Innlent

Matvælastofnun innkallar kleinuhringi

„Á Alþingi Íslands er rætt um að vísa ungum manni sem misst hefur fjölskyldu og vini í helförinni á Gaza úr landi fyrir að sletta málningu“
Innlent

„Á Alþingi Íslands er rætt um að vísa ungum manni sem misst hefur fjölskyldu og vini í helförinni á Gaza úr landi fyrir að sletta málningu“

Lögreglan leitar að ungri stúlku sem varð fyrir bíl Akureyri
Innlent

Lögreglan leitar að ungri stúlku sem varð fyrir bíl Akureyri

Loka auglýsingu