
Þrír létust í gær í aðskildum atvikum sem tengdust miklum sjógangi við spænsku orlofseyjuna Tenerife, að sögn neyðarþjónustu á svæðinu.
Björgunarþyrla hífði upp mann sem hafði fallið í sjóinn á strönd í sveitarfélaginu La Guancha á norðurhluta eyjunnar, en hann var úrskurðaður látinn við komuna, að sögn neyðarþjónustunnar.
Fyrr um daginn fannst maður á floti við El Cabezo-ströndina á suðurhluta Tenerife. Strandverðir og sjúkraliðar reyndu endurlífgun en hann var úrskurðaður látinn á staðnum.
Alda á bryggju í Puerto de la Cruz á norðurhluta Tenerife hreif tíu manns með sér í sjóinn.
Lögregla og nærstaddir björguðu hópnum en ein kona fékk hjartaáfall og tókst ekki að endurlífga hana. Þrír aðrir úr hópnum slösuðust alvarlega og voru fluttir á sjúkrahús til meðferðar.
Kanaríeyjar allar eru í viðbragðsstöðu vegna hættu við strendur.
Komment