
Heimildin hefur tekið saman sinn árlega Hátekjulista en á honum er að finna tekjuhæstu 1% Íslendinga fundin með ítarlegri leit ritstjórnar. Auk þess tekur hann ekki eingöngu mið af launatekjum heldur einnig fjármagnstekjum, svo sem arðgreiðslum til eigenda fyrirtækja, en oft eru launatekjur lítill hluti raunverulegra tekna.
Meðal þess sem Heimildin hefur gert er að birta tölurnar og nöfnin eftir sveitarfélögunum.
Í Garðabæ er eiga margir heima sem eru á listanum. Efstur á þeim lista er Jón Pálmason en hann er í 7. sæti á heildarlistanum. Snorri Guðmundsson, sem er í 10. sæti í Garðabæ, er í 42. sæti heildarlistans.
Tíu tekjuhæstu í Garðabæ
Jón Pálmason
fjárfestir og annar aðaleiganda IKEA á Íslandi
1.796.946.751 kr.
Kristinn Reynir Gunnarsson
apótekari og fjárfestir
1.352.250.950 kr.
Hannes Hilmarsson
einn stærsti eigandi Air Atlanta
1.302.984.846 kr.
Októ Einarsson
stjórnarformaður Ölgerðarinnar
807.969.606 kr.
Edda Rut Björnsdóttir
framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips
742.553.568 kr.
Guðríður Jónsdóttir
612.931.182 kr.
Helgi Ingólfur Rafnsson
einn eigenda Rafholts
585.205.963 kr.
Pétur Bjarnason
stjórnarformaður Arma ehf.
496.995.580 kr.
Árni Sigurðsson
forstjóri Marel
487.139.528 kr.
Snorri Guðmundsson
einn eigenda Fitjaborgar og Póloborgar, verslana með rafrettur og tengdar vörur
483.046.915 kr.
Komment