
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur vægast verið ósáttur með viðbrögð fjölmiðla og almennings í Bandaríkjunum í tengslum við að nafn hans hafi birst í mörgum tölvupóstsamskiptum Jeffrey Epstein sem láku á netið fyrir stuttu síðan.
Nú hefur birst myndband af forsetanum í Air Force One, sem er flugvél forsetaembættis Bandaríkjanna, þar sem hann er að tala við fjölmiðlamenn um Epstein en hann hefur reynt að draga athygli frá sér og tengslum sínum við hann og beint að öðrum sem mögulega koma fyrir í skjölunum og þá helst fólks úr röðum Demókrataflokksins og Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Fréttakonan vildi fá að spyrja Trump nánar úr í tengsl hans við Epstein en brást forsetinn við með því að benda á hana, kalla hana svín og segja henni að hafa þögn.
Atvikið er sagt undirstrika hugarfar forsetans gagnvart honum en hann hefur margsinnis verið sakaður um kvenfyrirlitningu og var meðal annars hann dæmdur árið 2023 fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn E. Jean Carroll árið 1996.

Komment