Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur þarf svo sannarlega ekki að hafa peningaáhyggjur en Sögn ehf, sem er í hans eigu, hagnaðist um 151 milljón króna í fyrra og er það aukning frá því 2023 þegar hagnaðurinn var 134 milljónir króna.
Félagið hefur hagnast samfellt frá árinu 2016 en eigið fé félagsins var rúmur milljaður í fyrra og eignirnar sömuleiðis. Viðskiptablaðið greinir frá að stjórn félagsins leggi til að rúmur hálfur milljarður verði greiddur í arð þetta árið en í fyrra voru 120 milljónir voru greiddar út.
Nóg er að gera hjá Baltasar en hann frumsýndi fyrir stuttu þættina King & Conqueror, sem hafa hlotið misjafna dóma, en búast má við kvikmyndinni Apex frá honum á næsta ári en Charlize Theron, Taron Egerton og Eric Bana leika aðalhlutverkin í þeirri mynd.
Komment