Tugir þúsundir kvenna og kvára tóku þátt í Kvennaverkfallinu í dag en samstöðufundur var haldinn á nokkrum stöðum á landinu en sá stærsti var á Arnarhóli.
Fyrir samstöðufundinn var farið í sögugöngu frá Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg og að Lækjargötu. Á leiðinni voru atriði, gjörningar, list, leikur, spuni, uppistand og fleira sem þátttakendur gátu notið á meðan á göngunni stóð.
Á útifundinum á Arnarhóli voru flutt tónlistaratriði og haldnar ræður en þær voru í höndum Mörtu Ólafar Jónsdóttur og Önnu Mörtu Marjankowsku. Kynnar fundarins voru þær Margrét Erla Maack og Beta Skagfjörð. Stemmningin var gríðarlega góð og greinilegt að samstaðan er mikil meðal kvenna og kvára á Íslandi.
Ljósmyndari Mannlífs, Víkingur Óli Magnússon var á staðnum og myndaði samkomuna.


Komment