Utanríkisráðherrar Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Möltu, Noregs, Portúgals, Slóveníu og Spánar fordæma ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gaza en greint er frá þessu í tilkynningu frá stjórnarráðinu.
Samkvæmt henni hafna ráðherrarnir öllu lýðfræðilegum breytingum eða landamerkjum Palestínu. Öll skref í slíka átt teljist brot á alþjóðalögum og alþjóða mannúðarlögum. Tveggja ríkja lausnin sé eina raunhæfa leiðin til varanlegs friðar í Mið-Austurlöndum.
Í tilkynningunni er ítrekað ákall um tafarlaus vopnahlé og að öllum gíslum verði sleppt. Tryggja verði aukið aðgengi mannúðaraðstoðar á Gaza. Þá geti Hamas ekki átt neinn þátt í stjórn Gaza eftirleiðis.
Komment