
Ákveðið hefur verið að slíta félaginu Garðaþjónustan tveir asnar sf. en greint er frá þessu í Lögbirtingablaðinu.
Ákvörðun um slíkt var tekin á félagsfundi 11. desember en er það gert í samræmi við lög um sameignarfélög.
„Með vísan til 41. gr. laga nr. 50/2007, er hér með skorað á lánardrottna félagsins að lýsa kröfum sínum á hendur félaginu innan tveggja mánaða frá fyrri birtingu auglýsingar þessarar. Kröfulýsingar skulu sendar til Endár ehf., Hlíðasmára 6, 201 Kópavogi, merktar Garðaþjónustan tveir asnar sf.“ stendur meðal annars í auglýsingunni
Félagsmenn hafa ákveðið að boða til fundar með lánardrottnum og félagsmönnum að Hlíðasmára 6 til að fjalla um kröfur á hendur félaginu. Fundurinn fer fram 10. mars á 2026.
Undir þetta skrifa Vignir Örn Ágústsson og Erla Sylvía Hauksdóttir fyrir hönd félagsmanna.

Komment