
114 mál voru skráð í kerfi lögreglu í dagEkki var gefið upp hversu margir gistu fangaklefa.
Mynd: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
Í dagbók lögreglu frá því í dag er greint frá því að tveir hafi verið handteknir í tengslum við líkamsárás í miðbænum og voru þeir vistaðir í þágu rannsóknar málsins
Tveir fluttir á sjúkrahús með sjúkrabifreið eftir fall á rafhlaupahjóli, en báðir eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna.
Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur ásamt ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum.
Lögreglu grunar að kveikt hafi verið í kofa í Grafarvogi, tjón liggur ekki fyrir né hvort einhver sé grunaður um verknaðinn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment