Í dagbók lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu frá því í dag er greint frá því að tveir einstaklingar hafi fallið í hálku með þeim afleiðingu að flytja þurfti þá á sjúkrahús.
Bifreið var ekið á umferðarskilti. Einn var fluttur af vettvangi með sjúkrabifreið til frekari skoðunar á sjúkrahúsi, ekki var um alvarlega áverka að ræða. Málið er í rannsókn lögreglu.
Tilkynnt var um tvo einstaklinga sem höfðu farið inn í matvöruverslun og gengið svo þaðan út án þess að greiða fyrir vörur sem þau höfðu tekið úr versluninni. Málið var afgreitt á vettvangi að sögn lögreglu.
Tilkynnt var um vinnuslys þar sem einn slasaðist á fæti og var viðkomandi fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús.
Óskað var aðstoðar vegna einstaklings sem gekk berserksgang í matvöruverslun og var málið afgreitt á vettvangi.
Fjármunum úr sjóðsvél ónafngreinds fyrirtækis var stolið og er málið í rannsókn að sögn lögreglu.
 
                    

 
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
    
Komment